Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1997, Blaðsíða 54

Muninn - 01.05.1997, Blaðsíða 54
Hvaö er svona merkilegt viö þaö? Hvað er svona merkilegt við það að vera karlmaður? Hvað er svona merkilegt við það að bora í vegg? Hvað er svona merkilegt við það að bera áburðarpoka? Þessar áleitnu spurningar komu fram í texta dægurlags sem kvennahljómsveitin Grýlurnar gerði vinsælt hér fyrir nokkrum árum. Nokkrum árum? Það fer eftir því hvernig á það er litið. Þetta var um það leyti sem núverandi fyrstubekkingar voru að skriða úr móðurkviði og hinir sem iengra eru komnir í skólanum héngu í pilsföldum mæðra, dagmæðra og fóstra. Reyndar er þetta upphaf ekkert tengt því sem ég ætla að fjalla um í þessari grein ef frá er skilinn þessi hluti spurningarinnar: Hvað er svona merkilegt við það? Við getum hengt næstum hvað sem er við þessa spurningu, en við höfum enga tryggingu fyrir þvi að hljóta einhlít svör. Og jafnvel þótt það væri hægt, væri þá eitthvað merkilegt við þau? Hvað er svona merkilegt við það að vera nemandi í MA? Ég veit að mörgum þykir það merkilegt og margir stúdentar úr MA telja sig sérstaka tegund. Öðru fólki í öðrum skólum þykir merkilegra að vera þar og koma þaðan, MR-ingum MR, Verslunarskólanemum Versló, VMA-nemum VMA. Hverjum þykir sinn fugl fegurstur. Það er fullkomlega eðlilegt. Enn öðrum þykir óttalega lítils virði að vera í skóla. Það er iíka eðlilegt. Ef við gefum okkur að það sé einhvers virði að vera í MA og vera úr MA, hvað er þá svona merkilegt við það? Er MA öðruvísi en aðrir skólar? Er MA góður skóli? Hvað er góður skóli? Frammi fyrir spurningum af þessu tagi hættir mörgum til að alhæfa. Það er þó trúlega kostur íslensks skóiakerfis að framhaldsskólar fá að vera mismunandi, hafa sín sérkenni, sína sérvisku, sínar hefðir. Að minnsta kosti enn. Menntaskólinn á Akureyri er öðruvísi en aðrir skólar, meðal annars af því að þetta er gamall skóli, bóknámsskóli sem stendur á fornri hefð, heimavistarskóli í þéttbýli með nemendur úr öllum landsfjórðungum. Og ég trúi því að hann sé góður skóli - þeim sem hentar að vinna samkvæmt þeim hefðum sem í skólanum ríkja. Hann er örugglega ekki jafngóður öllum og sumum er hann alls ekki góður. Það getum við meðal annars séð á þvi að á hverju hausti hefja nærfellt 200 nemendur nám í fyrsta bekk og allmargir bætast við nýir á hverju ári í öðrum bekk. Á hverju vori eru hins vegar brautskráðir 100-130 stúdentar. Við getum sagt að rétt ríflega helmingur þeirra sem hefja nám í skólanum ljúki hér stúdentsprófi. Þessum hópi er Menntaskólinn á Akureyri vonandi góður, en varla hinum, þeim tæplega helmingi þeirra sem hingað koma en hverfa brott af ýmsum sökum, alls ekki allir glaðir í bragði. Margir þeirra fara til náms í öðrum skólum og una hag sínum betur þar vegna þess að þar eru þarfir þeirra þetur uppfylltar en hér. Þeir finna annars staðar skóla sem er þeim góður. Hið sama hentar ekki öllum. Góður skóli er nefnilega ekki hús eða húsaþyrping. Ekki frekar en hús sé heimili. Góður skóli er ekki heldur stofnun og starfsfólk eitt og sér. Góður skóli er allt þetta: Stofnun, 54 M U N 1 N N 19 9 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.