Muninn - 01.05.1997, Side 105
óþolandi fólk. Það er alkahugsunarháttur í
samfélaginu og það er dekrað við þá. Alkohólismi er
enginn sjúkdómur, þetta er ístöðuleysi, andleg
fötlun og vitlaus núllpunktur. Of mikill mínus, of
lítill plús. Það er aðalatriðið fyrir mann sem hefur
farið eitthvað úrskeiðis af alkohóli að vinna þetta
upp og ná norminu, fá réttan núllpunkt og rétta
sjálfsmynd. I mínu tilviki var þetta tilfinningaflótti,
ég var alinn upp í stofnun við óeðlileg skilyrði. Mér
finnst það annars glæsilegt og flott ef menn kunna
með þetta að fara. Hinsvegar eru Islendingar þannig
að þeir eiga erfitt með að umgangast vín með þokka.
Það eru margir sem fást við listir sem nota búsið til
að drekka frá sér harma og þunglyndi. Ég vil halda
því fram að ef maður hefur persónuleika, þá þarf
ekki neitt slíkt. Það er nóg að labba á Súlur. Þegar
ég losaði mig við tóbakið, framkallaði ég endorfín
með því að hlaupa eins og vitleysingur í fjörunni
austur á Stokkseyri. Það var ekkert gott að fá þessa
hroðalegu löngun þegar hver einasta sella argaði á
tóbak. Sem betur fer sigraðist ég á því. Maður á að
vera svo sterkur að geta verið bæði óháður
mönnum og málefnum. Sá maður sem er háður
mönnum og málefnum, háður klíku og
persónulegum samböndum, er enginn maður. Ég er í
engri klíku, ég er bara fighter. Það er rosaleg staða
fyrir listamann eins og mig að þurfa að treysta á
sjálfan sig í blíðu og stríðu. Stundum getur það verið
ansi sárt að þurfa alltaf að berjast og það er
djöfulsins órói sem fylgir því. Maður veit ekki
hvenær og hvort maður á til hnífs og skeiðar en það
er þetta veraldlega öryggi sem allt snýst um. Það
verður að selja vöruna.
Mér finnst þessir nýju kollegar mínir
reyna að byggja einhver fínheit í kringum það að
vera listamaður. Þeir gleyma því að þeir verða að
fara í gegnum harða lífsreynslu og hljóta sína
eldskírn. Það er ekki nógu mikið spunnið í listina í
dag vegna þess að það vantar dýptina í hana. Það
vantar kraftinn í hana og veðrið, það vantar
náttúruna, ólguna, hormónana og passionina. Það
er ekkert varið í list nema það sé villikraftur í henni,
taumlaus villikraftur. Hann getur verið heflaður eins
og í Júpítersinfóníunni eftir Mozart. Ég spilaði hana
á hverjum degi þegar ég var kennari á Akureyri
ásamt djassi eins og Duke Ellington og Louis
Armstrong. Ef ég væri tútor hérna við skólann
myndi ég hiklaust lofa nemendum að hlusta á góðan
Dixieland. Skárra en helvítis þungarokkið sem '68
kynslóðin heilaþvoði sjálfa sig með. Þetta er engin
músík, bara trunt, trunt og tröllin í fjöllunum. Þetta
er hrottalegur djöfulsins viðbjóður og ógeð.
Kommúnistar eru afætur, illgjarnir og
villa á sér heimildir. Þeir eru alltaf að tala um frelsi,
jafnrétti og bræðralag en eru í raun mestu
ójafnaðarmenn sem eru til. Þetta eru
metnaðarfullar sálir sem öfunda menn fyrir dugnað
og þá sem standa sig vel. Guð almáttugur er minnsti
sósíalisti sem til er. Hann deilir ekki jafnt því sumir
eru fallegir og
sumir eru gáfaðir.
Hins vegar trúi ég á
sósíalisma hjartans
t.d. í vináttu. Þú
verður að deila
jafnt með félögum
þínum. Hins vegar trúi ég á einkaframtakið. Ég trúi á
áræði, djörfung, hyggindi, brjóstvit og vilja
mannsins.
Akureyri er „Dixie of the North" og í
gamla daga voru hér brjálaðir hægrisinnar,
svonefndir „lunatic right." Það var djöfull mikill stíll
yfir Akureyringum og þeir héldu glæsilegar veislur
með danskri tradition. Ég ólst upp við þetta og er
mjög veisluglaður. Mér hættir til þess að halda
stórar veislur og eyða peningum í það. Fólk
hneyklast á þessu en mér finnst þetta miklu betra
en að fara til Mallorca og vera þar innan um
einhverja leiðinlega íslendinga. Mér líður alveg
ótrúlega vel hérna og er mjög jákvæður gagnvart
Akureyri. Málið er samt að þjóðin er að úrkynjast og
er á leiðinni til andskotans. Af hverju er ekki latína
tekin upp hérna í skólanum? Þó einhverjir
djöfulsins sænskmenntaðir og ómenntaðir idíótar
og hundasálfræðingar segi að latína sé óþörf. Hún
er bara lífsnauðsynleg. Þú lærir ekki vel tungumál
nema kunna latínuna. Eins og Þórarinn Björnsson
sagði, þá þarf karakter og skap til að nema sum fög
eins og latínu og stærðfræði. Það er enginn skóli án
þungra faga. Þessi krossapróf eru ógeð og stíluð upp
á idíóta með enga heiiastarfsemi. Það er vegna þess
að genin eru vitlaus.
Sá maður sem er háður mönnum
og málefnum, háður klíku og
persónulegum samböndum,
er enginn maður
Steingrímur St. Th. Sigurðsson
myndir: Orri
M U N I N N
19 9 7
105