Muninn - 01.05.1997, Blaðsíða 69
Fæddur í Reykjavík 1959. Barnabarn skáldsins fræga. Ólst upp í Reykjavík,
byrjaði í Menntaskólanum við Hamrahlíð 1977. Entist þar þrjár annir. Fór
19 ára skiptinemi til Ítalíu, nánar tiltekið til Brescia á Norður Ítalíu.
Brottfarartíminn dróst um þrjú ár. Hann kom heim en sást þó varla í mörg
ár. Fararstjóri á Ítalíu hjá Ingólfi Guðbrandssyni. Stúderar kvikmyndir í
London. Vinnur í leikhúsi og lærir nútímaóperuleikstjórn í Kanada. Lærir í
4 ár leik og leikstjórn í Los Angeles. Er nú með annan fótinn í París og
setur upp Vefarann mikla frá Kasmír á Renni-
verkstæðinu fyrir Leikfélag Akureyrar.
Leikhúsbakteríuna fékk Halldór snemma. Hann var
búinn að skrá sig í leikfélag M.H. eftir 2 klukkustunda
dvöl í skólanum og tók þátt í uppfærslu leikfélagsins á
Túskildingsóperunni. Síðan hefur hann verið ólæknandi.
Halldór hefur fengist við flest sem tengist leikhúsi, leik,
leikstjórn, sviðsmyndagerð, lýsingu o.fl. í dag, sem
leikstjóri, hefur hann yfirumsjón og sameinar allt sem tengist hverri
sýningu. Les mikið, velur verk eftir eðlisávísun. Þau þurfa að eiga erindi,
höfða til leikstjórans á einhvern hátt, undirbúningur hefst. Kynning á tíma
og rúmi, aðstæðum og andrúmslofti. Að undirbúningi Ioknum hefst svo
aðalvinnan, þýðing bókarinnar yfir á leikhúsmál. Hvert verk er markað af
handbrögðum leikstjórans, þó að hann geri sér kannski ekki alltaf grein
fyrir því. Halldór er þó ekki í vafa: „í þessum bransa ertu að túlka sjálfan
þig - í Ieikstjórninni. Maður er ekki að reyna að túlka einhverja dauða
karla."
Við höldum áfram að sötra kaffið. Fólkið á næsta borði spilar Ólsen-Ólsen,
ætti að vera á hinu kaffihúsinu. Regndroparnir silast niður rúðuna sem
snýr út í gráan hversdagsleikann. Ég sný við spólunni og viðtaiið heldur
áfram. Staður og stund gleymist á ný.
í París eru stór og góð bókasöfn. Góð aðstaða til undirbúnings og iðandi,
lifandi hugmyndabanki, þar getur allt gerst. Kjöraðstæður sérhvers
Iistamanns, nóg pláss, hörð samkeppni og heilmikil
eftirspurn. Það er ekki staðreynd á íslandi. Þrátt fyrir
hátt meðaltal sýninga á íbúafjölda eru sýningarnar alls
ekki svo margar og leiklistarformið nær því aldrei að
verða eins fjölbreytt og það í raun er. Listin er ekki
óháð raunveruleikanum þó hún virðist oft vera honum
víðs fjarri. Listin er háð framboði og eftirspurn eins og jafn ómerkilegur
hlutur og svitalyktareyðir. Þannig þrengir að listforminu á jafn fámennum
stað og íslandi. Halldóri hefur samt tekist að koma sér upp sínum eigin stíl
og aðferðum. Gerir það sem hann langar til að gera, býður leikhúsunum
uppfærslur á verkum sem hann hefur valið sjálfur og hefur þannig frjálsar
hendur til sköpunar. Sumir leikstjórar eru ráðnir til að leikstýra
„í þessum bransa ertu að
túlka sjálfan þig í leikstjórninni.
Maður er ekki að reyna að tiílka
einhverja dauða karla."
M U N I N N
1 9 9 7 69