Muninn - 01.05.1997, Blaðsíða 113
Allir vænta örugglcga einhvers af sínum menntaskólaárum. Á vissan hátt er það
líka partur af þeim, þ.e. þessi spenna að bíða eftir að eitthvað gerist. Maður heyrir fólk tala
um menntaskólaárin sín eins og merkan viðburð í sögunni, fyrir og eftir Menntó! Ég held að
þó að ég geri miklar og óraunhæfar kröfur til þessara ára þá á ég örugglega ekki eftir að verða
fyrir vonbrigðum. Jafnvel þó ég standi ekki best að vígi í mínu framhaldsnámi, sé ekki með
bestu glósutæknina, sé ekki víðlesnust og margt komi mér enn á óvart! Já, ég held einmitt að
ég, eins og margir, vonist til að vera fullmótaður einstaklingur eftir stúdentspróf. Að
sjálfsögðu eru það fæstir, en við mótumst samt sem áður í einhverja átt. Og einmitt vegna
þess hvað þessi ár eru mikilvæg þroskagöngu okkar skiptir svo miklu máli að við höfum gaman
af þeim og látum okkur líða vel. Við höfum að minnsta kosti mannast, er það ekki?!
Hvaö finnst þér þú hafa fengið út úr Menntaskólanum?
Ætli ég hafi ekki hlotið meiri „menntaþroska" en ella, með setu minni í
Menntaskólanum. Með „menntaþroska" á ég við aukna bóklega kunnattu og meiri innsýn i
ýmis bókleg fög. Þann þroska hefði ég líklega ekki öðlast með þvi að vera uti a
vinnumarkaðinum. Þar að auki hlaut ég ágæta reynslu í að sjá fyrir mer sjalf, t.d. lata þa
peninga duga sem ég vinn mér inn og passa mataræðið, þ.e. að borða hollan mat. En burtséð
frá auknum þroska og reynslu þá kynntist ég sjálfri mér betur og eignaðist mína bestu vini hér
í skólanum.
Þótt margt sé gott í Menntaskólanum þá hef ég með árunum séð að margt mætti
betur fara. Það mætti t.d. nefna allar undanþágurnar sem veittar eru frá reglum skólans. Þetta
kennir nemendum að reglurnar séu í raun engar reglur, því það er auðvelt að fa undanþagu.
En enginn er fullkominn og hvers vegna ætti Menntaskólinn þá að vera það? I heild litið veitir
Menntaskólinn nemendum sínum gott vegarnesti út í lífið. Ég tel mig því eiga margt gott
skólanum að þakka, t.d. góðan grunn fyrir háskólanám. Ég held líka að ég sé mun þroskaðri
einstaklingur en ég var fyrir fjórum árum, og er það bæði mér, skólanum og umhverfinu að
þakka.
Ingigerður 4.U
MUNINN 1997 113