Muninn - 01.05.1997, Qupperneq 65
grundvöllur fyrir tilvist t.d. guðs því án trúar, vantrúar eða
trúleysis værir hann vart til umræðu. Þannig að: Engin
hugsandi vera engin hugsun, engin hugsun engin guð.
Tilvist guðs er háð hugsun, eins og tilvist alls annars".
Undirritaður spyr því næst: „Hvað þurfum við, til að hafa
hugsandi veru?" Einn svarar að maðurinn sé eina hugsandi
veran í þeim skilningi að hún velti fyrir sér hvers vegna
hlutirnir eru eins og þeir eru, guðdómnum og öllu, a.m.k.
gerir hluti mannkyns það, þökk sé Thalesi heitnum. Annar
bætir svo við að engir menn væru til ef enginn getnaður
ætti sér stað og þ.a.l. séu hugsandi menn sem og aðrir
menn, háðir sæðisfrumu. Undirritaður bendir einum og
öðrum á að til þurfi að koma egg konunnar og allur prósess
getnaðar og fæðingar og að sæðisfruman ein og sér sé ekki
nóg. Þú býrð ekki að barni ef þú færð það í skóinn. „Það
yrði vissulega skammgóður vermir", segir einn og bætir við
að vitaskuld viti þeir annar að egg þurfi að koma til en fara
þess á leit við höfund að hann haldi áfram og noti
sæðisfrumuna sem tákn getnaðar því sannarlega væri
ekkert án hennar.
Undirritaður brýtur klútinn saman og segir: „Sé
sæðisfruman nauðsynleg til að framkalla hugsandi veru og
hugsandi vera til að frammkalla hugsun og hugsun til að
frammkalla guð, þá má með sanni segja að guð sé háður
sæðisfrumu". Annar segir að þetta sé nú ekki alveg rétt:
„Guð væri vissulega til ef t.d. einn hefði aldrei verið það"
Undirritaður-. „Sannarlega er þetta rétt hjá þér kæri annar
en svaraðu mér einu, hvar væri guð ef þú værir ekki til?"
„Hann væri vissulega þar sem hann er öllu jafnan, sama
hvar minn heimski haus væri niðurkominn", segir annar.
„Kæri annar, gætirðu sagt það að guð væri til ef þú hefðir
aldrei verið til?" spyr undirritaður. „Við vitum það báðir
jafnvel, að ég gæti ekkert sagt ef ég hefði aldrei verið til",
svarar annar. „Ef ekki væri fyrir þig sjálfan þá hefðirðu
aldrei upplifað guðdóminn", segir undirritaður og að ef
annar hefði aldrei verið til væri augljóst að í hans augum
hefði guð aldrei verið til heldur. „Nei, þetta er ekki rétt”,
segir þá einn, „hvað ef annar dæi núna, hvað þá?" „Við
skulum fara í gegnum þetta", segir undirritaður rólegur. „Til
að guð eigi sér tilvist þá þarf einhver að hugsa um hann,
hugsun er augljóslega aðeins á valdi hugsandi vera,
hugsandi verur eru menn eins og gefur að skilja og eru því
háðir lögmáli náttúrunnar um getnað og fæðingu, sem sagt
sæðisfrumu. Ekki hvaða sæðisfrumu sem er því augljóslega
þarf hún að koma frá manni. Hlustið nú, ef ég væri ekki til
væri guð það í mínum augum ekki, það sama gildir um
hverja og eina hugsandi veru, ykkur einn og annan. Ef ég
stæði ekki hér meðal ykkar og hefði í staðinn aldrei fæðst
þá væri alheimurinn í mínum augum ekki til, aftur gildir
það sama um ykkur kæru vinir, ég get því með góðri
samvisku sagt að ef ég væri ekki til þá væri guð það ekki
heldur en ef ég er til þá er guð vissulega til. Alheimurinn er
ekki til ef ég er ekki til en hann er aftur til ef ég er það, rétt
eins og guð. Guð er háður hugsun, hugsun sæði úr manni
og ekki hvaða manni sem er heldur úr einum ákveðnum
manni og eitt ákveðið sæði, það sem síðar varð að mér
kæru vinir, enn og aftur
gengur þetta jafnt fyrir
ykkur og hvern þann
einstakling sem
hugsar. Við
getum því
dregið af
þessu,
hver og
einn okkar, að við
sjálfir séum hinn
æðsti guðdómur því án
okkar væri ekkert til". „Hvað ef
við deyjum núna?" spyr einn ákafur
„Ef þú ert guð og þú deyrð núna þá
er ég viss um að guð yrði enn til".
„Sannlega sannlega segi ég þér
minn kæri einn, fyrir það fyrsta,
ef ég dey núna þá hef ég
vissulega verið til því ég hef
fengið umhugsun, og þú hefur ekki
skilið mig rétt því það breytir engu
fyrir þig hvort ég hætti að vera til
að hugsa, því þú hugsar enn og ert
þinn guð. Vissulega hætti ég að vera
minn guð því ég hætti að hugsa enn
þú hugsar enn og ert þ.a.I. guð".
Undirritaður spyr þá:
„Hvað er það sem mælir gegn því að
undirritaður sé guð?" Sjáum við ekki
kæru einn og annar að tilvist guðs
er undir einni ákveðinni
sæðisfrumu komin og sú
sæðisfruma varð að
undirrituðum, og þ.a.I. hlýtur
hann að vera guð?"
Undirritaður, einn og
annar komust ekki lengra að svo
stöddu því opnan þeirra var búin.
Þakka þeim sem hlýddu, lifið heil.
Virðingarfyllst
Vilhelm Anton Jónsson.
M
U N I N N
1 9 9 7 65