Dýravinurinn - 01.01.1903, Qupperneq 44

Dýravinurinn - 01.01.1903, Qupperneq 44
4Ó langtum þægílegrí. Látið þá ekki standa úti í kaupstöðum eða annarsstaðar, ef slæmt er veður, meðan þér lúkið erindum yðar; og ef þeir verða að standa og bíða yðar, þá leitist við að láta þá standa á grasi eða mjúkri jörð, svo þeir þreyt- ist sem minst i fótunum. Ástundið að hafa létt og góð reiðver og herðið eigi gjarðirnar miskunnarlaust. Ríðið hestunum aldrei langa spretti, og leyfið þeim að blása á milli, og seínast en ekki sízt, sáið um að þeir fái nægilegt að éta og drekka. í einu orði: Reynið að kynnast hestunum sem bezt, þá mun yður fara að þykja vænt um þá og þá segir hjarta yðar til um það, hvernig þér eigið að breytá við þá. Páll Halldórsson. Snotra. JARNASTAÐAHLÍÐ heitir bær einn í Goðdalasókn í Skagafirði. Þar býr bóndi, sá er Sveinn Guðmundsson heitir. Synir hans tveir, Ólafur og Guðmundur, áttu tik, þá er Snotra var kölluð. Hún var að mörgu mjög einkenni- leg. Að því er virtisf, fanst mönnum sem hún mundi skilja mannamál. Eigi vissi sögumaður til, að Snotru væri kent neitt sérstaklega, þegar hún varhvoipur. Iíún var sértaklega góð smala-tík, og kvað svo að þvi, að oft smalaði hún ein svonefnt Hlíðarfjall, sem er fyrir ofan Bjarnastaðahiíð, ef annar hvor bræðra stóð á hlaði heima, og skipaði henni að fara. Oft bar það við, að þeir bræður, Guðmundur og Ólaf- ur, fóru báðir að heiman undir eins, og varð þá ágreiningur um það, hvorum þeirra Snotra skyldi fylgja, og varð þá oftast sá endir á, að liún fór með hvorugum, nema ef Ólafur sagði: „farðu með honum, Munda“, eða Guðmundur sagði: „farðu með honum, Óla“; þá fór hún með hvorum þeirra sem henni var sagt. Aldrei bar það við, að hún færi með öðrum af heimilinu, þegar þeir bræður vóru heima, nema þeir skipuðu henni það. Oft bar það við, þó Snotra lægi á hvolpum, að hún fór upp í fjall með öðrum hvorum þeirra bræðra, stundum strauk liún heim frá þeim; en þegar henni var skipað að fara að leita hans, þá fór hún þegar. Af þessu, sem nú er sagt, þóttust menn vita, að Snotra mundi skilja mál manna; en hvort sem það er skoðað svo eða ekki, þá er eitt atvik enn, sem virðist benda til, að svo hafi verið.

x

Dýravinurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.