Dýravinurinn - 01.01.1903, Side 51

Dýravinurinn - 01.01.1903, Side 51
47 Dýraverndun annara þjóða. Y R IR skömmu var franskur ökumaður kærður fyrir að hafa komið ókurt- eislega fram við ungfrú eina. Þessu var þannig farið, að eitt sinn þegar ökumaður hafði stöðvað hest og vagn úti fyrir dyrum ungfrúarinnar, hafði hún komið þjótandi út úr dyrunum og barið hestinn. — Rétturinn dæmdi manninn sýknan, af því að lögin mæla svo fyrir, að það sé eggjun að mis- þyrma dýri, sem annaðhvort sé eign annars manns eða i umsjón hans. En of- beldi að undangenginni eggjandi breytni mótstöðumannsins sé ósaknæmt. — Ung- frúin var dæmd í málskostnað. * * * * * * * * * í aðalslátrunarhúsinu í Pilsen og víðar á Þýzkalandi eru gripir aflífaðir með skotum eingöngu, en skurður, hjartastungur, svæfing og rotun lögð niður. Söniu- leiðis hafa Svíar gert ýmsar ráðstafanir tii þess að iina þjáningar slaturpenings. Þanníg er fyrirboðið að slátra skepnum að öðrum þeirra ásjáandi, að berja þær eða fara á annan hátt óvægilega með þær á leiðinni til slátrunarstaðarins, og strang- lega er bannað að opna dýrinu æð, fyr en það er með öllu meðvitundarlaust. * * * * * * * * ♦ í höfuðborg Austurríkis hefir verið gerð lögreglusamþykt um meðferð skepna á leiðinni til slátrunarstöðvanna Dýraeigendum er gert að skyldu að liafa nægilega marga menn til þess að reka dýrin og vernda þau á leiðinni, er séu auk þess reyndir að áreiðanieik; þeir mega ekkert augnablik yfirgefa dýrin, skulu varast alla ónauðsynlega dvöl, og eink- um er lögð mikil áherzla á það, að skepnunum sé ekki misþyrmt á neinn liátt. Kálfar og svín skulu flutt í vögnum óbundin, og skal þess vandlega gætt, að rúm sé nægilegt. Sé út af þessum ákvæðum brugðið, varðar það sektum. * * * * * ♦ * * * Norðmenn hafa nýlega samþykt svo hljóðandi dýraverndunarlög: Hver sá, sem með vanrækslu, of strangri brúkun eða á annan hátt gerir sig sekan um freka misþyrmingu á skepnum, eða stuðlar til honnar, skal sæta fjárútlátum eða betrun- arhússvist alt að 6 mánuðum. * * * * * * * * * Þetta gera aðrar þjóðir, og ætti það að vera áminning til vor íslendinga að fara að hugsa urn dýraverndunarlög lijá oss!

x

Dýravinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.