Heimilisblaðið - 01.07.1953, Qupperneq 18
KALLI OG PALLI
— Eldur! Eldur! hrópar apinn, sem situr á verði uppi í pálmatrénu, og nú verður uppi fótur og fit hj®
Kalla og Palla. Þeir flýta sér eins og þeir geta á vettvang, til þess að slökkva eldinn. Það er negrakofi;
sem er að brenna, og litli negrinn stendur grátandi fyrir utan hann, en bíðum nú við — hér koma Kalh
fog Palli og öll dýrin. Fyrst fara þau niðúr að tjörninni, til þess að saekja vatn, og svo sprauta þau öHu
vatninu á eldinn. Þetta tekur aðeins andartak, og þá hefur eldurinn verið slökktur. Hlébarðinn sleikir
vangann á litla negranum og huggar hann eins vel og hann getur.
— Þú getur vel gist hjá okkur í nótt, segir Kalli við hlébarðann, og svo leggst hann til svefns irl.n
undir rúmið þeirra Kalla og Palla. Palli dregur upp vekjaraklukkuna, og innan skamms eru þeir al'ir
steinsofnaðir. Nœsta morgun hringir vekjaraklukkan, en Kalli og Palli heyra það ekki, svo að þeir sofa
ótruflaðir. En hlébarðinn vaknar við hávaðann. Hann rís upp og geispar og teygir úr sér, svo að rúiru
endasteypist og Kalli og Palli velta báðir niður á gólf. Það varð til þess, að þeir sváfu ekki yfir s1®’
svefnpurkurnar þœr arna.