Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1960, Blaðsíða 16

Heimilisblaðið - 01.07.1960, Blaðsíða 16
hinum gullna himinvagni, guði sólarinnar og skáldskaparins, ungi herra,“ svaraði þrællinn. „En mér skaltu ekki þakka, því ég er aðeins þræll.“ Drengurinn leit á hann. „Svipur þinn er göfugur, líkt og orð þitt og athöfn,“ sagði hann. „Þú ert enginn venjulegur þræll. Hvað heitirðu?" „Nafn mitt, svaraði þrællinn, „er Esóp. Ég er ættaður frá Frýgíu, en hef hafnað hér á Samos. Svo er guðunum fyrir að þakka, að ég á yfir mér ágætan húsbónda.“ „Esóp!“ hrópaði drengurinn undrandi. „Ekki vænti ég, að þú sért hinn nafnkunni Esóp, sem segir dæmisögur betur en nokk- ur annar?“ „Hvort ég er nafnkunnur, veit ég ekki,“ svaraði þrællinn og brosti dauft. „En satt er það, að dæmisögur segi ég stundum. Sumar þeirra skálda ég sjálfur; aðrar nem ég af víðförlum kaupmönnum og endursegi þær á eigin hátt.“ „,Vissulega ertu nafnkunnur, Esóp,“ mælti drengurinn ákafur. „Allavega hefur frægð þín borizt til Aþenu. — En ég hélt þú værir leysingi." „Ekki enn,“ sagði dæmisagnaþulurinn og stundi. „Og einmitt vegna þess, að ég er þræll, hlýt ég nú að kveðja þig og biðja þig vel að lifa. Herra minn og húsbóndi hefur sent mig út á torg í merkilegum erindagjörðum." „Hverra erinda?“ spurði þá drengurinn af ungæðislegri forvitni. „Æ,“ stundi Esóp. „Húsbóndinn hefur boðið til veizlu í dag, og hann hefur sent mig til að kaupa það bezta, sem völ er á. En — hvað er bezt? Það veit Zeus, að ég hef ekki minnstu hugmynd um.“ Svipur hans lýsti þungum áhyggjum. „Þá veit ég um þann, sem getur gefið þér góð ráð,“ svaraði drengurinn glaðlega. „Komdu nú með mér niður til hafnarinn- ar, þar sem skipið okkar liggur. Móður- bróðir minn á það skip. Ég er kominn hingað í fylgd hans, en hann er gáfaðasti maður í allri Aþenuborg. Hann mun hjálpa þér, úr því að þú hjálpaðir mér — og vegna þess að þú ert Esóp! Nafn mitt er Pisis- tratos.“ Áður en Esóp fengi í móti mælt, var Pisistratos lagður af stað með hann í til hafnarinnar, og brátt voru þeir Þan® komnir. Drengurinn nam staðar við AÞen skipið og vék sér þegar í stað að sterkleS. um og gráskeggjuðum manni, sem stóð V1 landganginn. „Hér kem ég með sjálfan Esóp, frse11 minn góður,“ sagði drengurinn glaðle£a‘ „Hann hefur bjargað mér undan fæ nUu- hestum, en er sjálfur þurfandi fyrir S ráð þessa stundina. Það veit ég að þu gefa honum. Þú ert ekki að ástæðulauS nefndur Sólon hinn vitri.“ Sólon! Löggjafi sjálfrar Aþenu!“ ^110^ aði Esóp. „Hið mikla skáld!“ Hann laU, honum djúpt og virðulega. Sólon kink kolli vingjarnlega og vék sér því næst il erindinu. „Húsbóndi þinn hefur sagt þér að kaúP‘ það bezta sem þú getur fengið til yel - hans,“ sagði hann. „Það er ofur ein ga mál. Kauptu tungur. Er nokkuð betra e verðmætara en tungur? —* Tungui' a sannleikann og spekina. Með hjálp Þeir ^ er kennt og stjórnað — og guðirnii’ ^ beðnir. Kauptu tungur, vinur mmm segðu herra þínum hvers vegna þú va* þær. Komdu síðan aftur hingað á m°r^u.g og segðu mér, hvernig þessu hefur vel tekið.“ „Tungur! Já, þær kaupi ég!“ sagði Ése og létti stórum. „Þakka þér fyrir ráðleg inguna, þú hinn vitri Sólon!“ Hann la^.j honum aftur og hljóp síðan í áttina torgsins, til að kaupa tungur. Daginn eftir kom hann aftur til skip ' „Jæja?“ spurði Sólon kímileitur. „Hvel11 herra. sam- ig fór?“ „Þetta reyndist stórkostlegt, svaraði Esóp. „Ég keypti tungur, kvæmt yðar ráði, og lét matreiðsluma11 inn gera úr þeim hina breytilegustu re Húsbóndi minn og gestir hans urðu u11 andi, er þeir fengu aðeins tungur fra reiddar. En ég gaf þeim þá skýringu. g þú hafðir veitt mér: að tungur seU.,L bezta sem fyrirfinnist í heimi. Allir hloa og samsinntu orðum mínum.“ „En — hvers vegna ertu þá svona kv inn á svip, Esóp?“ „Æ,“ svaraði Esóp. „Húsbónda míuU 148 HEIMILI SBLA®10

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.