Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1960, Blaðsíða 26

Heimilisblaðið - 01.07.1960, Blaðsíða 26
ing-ja og sorg gagntekur hjarta hennar á víxl. Hversvegna ætti hún ekki að geta skilið þetta? Hversvegna skyldi hann ekki þrá hana alveg eins mikið og hún þráir hann? Þessvegna er það áreiðanlega bezt að þau gifti sig bráðlega. Hún er staðráðin í að spyrjast fyrir um lítið býli, sem hægt sé að fá á leigu. í miðjum framtíðaráætlunum hennar skýtur svo upp hinu óþægilega máli í sam- bandi við tollverðina og málaferlin, sem munu koma á eftir. En merkilegt er það, að Toni kemur ekki inn á þetta efni með einu einasta orði meira. Hann stendur upp og segir, að hann verði að fara fyr heim núna en venjulega og spyr hana hvort hún ætli ekki að fylgja sér spottakorn á leið. Til heimsenda, myndi ég ganga með honum, hugsar hún með sjálfri sér, strýk- ur hárið frá gagnauganu og tekur fram höfuðklút úr silki. Hið fagra kvöld er brátt á enda. Þau ganga hægt í gegnum skóginn upp fjallið, fara fram hjá seli í fjallshlíðinni og ganga æ hærra upp á móti í áttina að fjalls- hryggnum, þar sem sólin varpar geislum sínum um leið og hún hnígur til viðar. Magdalena fylgir honum spottakorn enn- þá, þangað til þau eru komin að hinum snarbratta stíg. Þá kastar hún sér í faðm hans, kyssir hann ákaft og reynir þannig á allan hátt að komast í létt skap, en þó tekst henni það ekki. Einkennileg saknað- artilfinning grípur hana og hún verður óttaslegin við hugsunina um að nú muni hún ekki sjá hann í langan tíma. Hún bíður eftir einu, miskunnsömu orði, sem gæti orðið henni til huggunar. En það kem- ur ekkert slíkt orð fram á varir hans, hann þrýstir henni bara að sér, svo að við liggur að hún æpi af sársauka, því næst stígur hann rösklega á brattann og kemst upp á háhrygginn, án þess að líta aftur fyrir sig á leiðinni. Þegar hann er kominn upp á fjallshrygginn veifar hann til Magdalenu. Magdalena varðveitir þessa mynd í huga sínum eins og sýn. Ennþá stendur hann þarna upp- á fjallstoppinum umvafinn sólarbirtunni, en brátt hverfur hann niður e í dalinn hinumegin. Áður en hún veit a er Toni alveg horfinn. Magdalena gengur hægt heim á 'el ‘ Hún ber höfuðið ekki eins hátt og áðufi einhver byrði hvílir á herðum hennar. ® þegar hún er komin heim felur hún an litið í höndum sér og grætur beizklega. Daginn eftir kemur lögregluþjónu °° sýnir henni tilkynningu frá héraðsdómai anum, sem er fyrirskipun um að handta hana. Tveimur vikum seinna stendur hún ty ir framan dómarann og veit einfakHe£a ekki neitt. Ákærum er látið rigna y 1 hana, sem hún hefur raunverulega eng hugmynd um og þetta er talin vera þrjoS _ í henni. Hún býður af sér góðan þokka, el bara dálítið föl eftir að hafa setið í gæZ varðhaldi, en hin stóru augu hennar hoi beint framan í dómarann, og oft kernu1 undrunarglampi í þau, þegar hann veX.,, ergilegur, af því að hún vill ekki Ja ‘ neitt. l „Nú, segið þér nú undanbragðalau hvar þér fenguð kúna?“ _ „Ég vaf þegar búin að segja hiliun manninum frá því.“ „Hvaða hinum manni?“ . „Þeim, sem alltaf hefur verið að y*1 heyra mig undanfarinn hálfan mánuð. Dómarinn lítur í réttarskjölinn og rel ir síðan höfuðið upp aftur. « „Þér hafið borið, að maður nokkur ha látið kúna í fjósið hjá yður. Hvað hel 1 þessi maður? Verið þér ekki svona þrjós (( fullar, þér bakið sjálfri yður bara tjó11, Magdalena horfir út um gluggann. , sér hvar trjágrein sveiflast til og rl vindinum fast við gluggann. _ r „Ég veit það ekki,“ segir hún og finU sárt til einstæðingsskapar síns. Hún e ^ ar hann svo heitt, að hún stendur her þegir hans vegna og hún veit yfirléitt e ert um hann nema fornafn hans. Ef 1:11 er þetta fornafn ekki einu sinni rétt? Hún hugsar til afa síns. Sjálfsagt my11 ^ hún ekki standa hérna, ef hann vseri ellU lífi. Lýstu ekki síðustu orð hans takrnar lausri umhyggjusemi um hana? hittir óafvitandi á þann ranga —- £ það eyðilagt þig fyrir lífstíð . ..“ heimilisblað15 15ft

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.