Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1960, Blaðsíða 24

Heimilisblaðið - 01.07.1960, Blaðsíða 24
1£^eió <'Wla.e)dcilenu I I I LiIFIÐ Framhaldssaga „Já, en þeir sögðu að það hefði ég senni- lega skrifað sjálf.“ „Vonandi hefur þú ekki nefnt nein nöfn?“ „Nei, ég nefndi ekkert nafn.“ „Já, ég vissi að ég get treyst þér.“ Hann varð blíðari og hældi henni mikið. „Þú ert ein af þeim fáu, sem algjörlega er hægt að treysta." Henni fannst mikið til hans koma og dáðist innilega að honum. En svo spurði hún: „Er kýrin áreiðanlega komin yfir landa- mærin ?“ Hann varð eitthvað vandræðalegur við spurninguna. „Já, ég fer við og við með eitt og annað þangað. Þar er allt svo ódýrt að þar er hægt að þéna töluvert á því. Það var gott að þú nefndir ekkert nafn.“ „Ég hélt að þú myndir skamma mig. Hvað heldurðu að verði gert, Toni?“ „Við verðum að bíða og sjá til hvað skeður. Það gæti verið að þú yrðir kölluð fyrir rétt. Mér þykir leitt að ég hef valdið þér svona miklum vandræðum. Ef þú segir sannleikann, þá verður þú frjáls. Það gæti verið að ég yrði dæmdur í nokkurra vikna fangelsisvist." „Nei, Toni, ég vil ekki verða völd að því að þú verðir dæmdur í fangelsi." „Hún stóð nú upp og gekk fram og aftur um gólfið, óróleg. „Yrði það ekki þungt áfall fyrir þig, Toni.“ „Hvað?“ „Að sita í fangelsi.“ »0, jæja. Ég hef aldrei verið í fangelsi, en eftir því sem ég hef heyrt, fær maður eitthvað að borða reglulega og eitthvað til að sofa á.“ „Nei, Toni, ég vil ekki að þú verðú dæmdur í fangelsi." „En þú þarft ekkert að brjóta heila1111 um það. Ég get alls ekki þegið svo mika fórn af þinni hálfu.“ „Af hverju ekki?“ spyr hún hátt og skýrt. „Þú veitir mér ást þína og ég ekki að vera tilbúin að fórna neinu í sta inn? Hvers virði væri ást mín þá eiginle£a’ ef hún hyrfi við hinn minnsta mótbyr- Net nei, Toni, ég er búin að taka þetta á mín81 herðar og mun halda áfram að bera þessf byrði. Þú mátt bara ekki gleyma mér, Tom> ef þeir loka mig inni nokkrar vikur. Sk]■ ' urðu, ég verð að geta trúað þér, því eha gæti ég ekki afborið þetta.“ Hann hefur spennt greipar og situr am ' ur mjög, eins og hann væri að gá að em- hverju á jörðinni, eða eins og hann vn fela andlit sitt, til þess að stúlkan gseti ekk1 séð hve mjög hann hefur roðnað við 01 hennar. Hann hrekkur bókstaflega í i{Ll ung þegar hún leggur hendi sína á öxl hanS og segir með sérstaklega blíðri röddu: „Við skulum þá hafa þetta svona, Tom, ekki satt ?“ Hann þrýstir hendi hennar á vanga slIin orðlaus. Ef til vill er hann raunverulega snortinn af hinni stórfenglegu fórnarlu11 hennar. „Og í framtíðinni tölum við ekki ®einf( um þetta, Toni, ertu ekki sammála mei’ ■ „Já, í framtíðinni,“ segir hann andvafP' andi og lokar augunum um leið. Æ, ef ÞeSS1 stúlka þekkti framtíð sína. Einu sinni va1 hún ekkert vandamál fyrir hann. Nú heful allt breyzt, síðan Magdalena kom inn 1 u hans. Hann ætlaði aðeins að upplifa srna' ævintýri og það hefur orðið meira úr Þ^1 en upphaflega var til ætlazt. En hann Set' ur heldur ekki lengur losnað við hinn kven- manninn. Honum hryllir við tilhugsunin3 um að þurfa að gera þessa játningu fyrir Magdalenu einhvern tíma og nú veit hann, að hann muni ekki hafa kjark til þess. Þeg' ar hann horfir í hin fögru augu henna1, verður hann gagntekinn mikilli iðrun- Fjandinn sjálfur hlýtur að hafa náð tökun1 á honum, þegar hann þrammaði yfir dallS' gólfið forðum. Þegar hann er hjá Magdalenu hugsa1 156 HEIMILISBLAÐ1®

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.