Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1960, Blaðsíða 30

Heimilisblaðið - 01.07.1960, Blaðsíða 30
Frammi í gangi er verið að setja slag- brand fyrir einn klefann og fylgir því mik- ill hávaði, sem smýgur í gegnum merg og bein. Nýi fanginn hrekkur í kuðung við þennan gauragang og horfir óttasleginn á Magdalenu. „Gráttu ekki,“ sagði hún. „Það skánar ekkert við það.“ Konan stendur kjökrandi upp og þurkar augun með handarbakinu. Hún lítur út fyrir að vera eitthvað um þrítugt, veiklu- leg í útliti, en virðist þó vera góðu vön. „Ég held þetta ekki út hérna,“ segir hún. „Jú, jú,“ svarar Magdalena með sann- færingarkrafti. „Þetta heldur maður bara til að byrja með, en svo venst maður við þetta. Hvað hefurðu“ — hún var næstum búin að segja „brotið af þér“ — en áttar sig og segir: „Hvers vegna ertu eiginlega hérna ?“ „Þeir segja að ég hafi ekki sagt sann- leikann fyrir rétti.“ „Einmitt það, meinsæri?" „Þeir kölluðu það svo og þó sagði ég bara það, sem ég hafði verið beðin að segja. Hvernig er þetta hérna? Verður maður líka að vinna hérna?“ „Maður getur neitað því, en það er betra ef maður vinnur. f fyrsta lagi líður tíminn miklu örar og í öðru lagi sefur maður betur.“ „Og þér? Eruð þér búnar að vera lengi hérna?“ „Hérna þérast maður ekki, þú munt venjast því. — Hvað mig snertir, þá var ég búin að vera hérna í tvo mánuði í fyrradag. Nú á ég eftir fjórar vikur ennþá. Og endilega þarf ég að vera hérna um jól- in. En þetta líður allt hjá.“ Magdalena getur ekki haft hugmynd um að það muni vera búið að sleppa henni fyr- ir jól. Eftir fjórtán daga tilkynnir fang- elsisstjórinn henni að henni sé sleppt vegna góðrar hegðunar. Hún fær aftur þá muni í hendur, sem hún varð að afhenda, þegar hún byrjaði á afplánuninni, síðan verður hún að undirskrifa eitthvað plagg og fær því næst að fara frjáls ferða sinna. Úti fær hún glýju í augun af sólarbirt- unni, sem skín á óhreinum götusnjónum, svo að hún verður að bera höndina andar- tak fyrir augun. Já, veturinn er kom1111’ Það er kaldur næðingur og Magda|ellg skelfur af kulda. Hún er kápulaus, ÞV1 f það var hlýtt í veðri þegar hún var s0^ heim. En þegar hún er búin að ganga sp korn finnur hún ekki lengur til kuldanep unnar, sem þyrlar snjónum upp úr^sp um hennar. Snjóflyksurnar falla i hennar og bráðna þar. Hún gengur be og hnakkakert og henni finnst, sem ®r g hafi krýnt hana heiðurskórónu, vegna P ánuo 1 að hún hefur setið tvo og hálfan mai að fangelsi alsaklaus og nú má hún teyga f sér andrúmslofti frelsisins í fullum J? flgj1 Hún kemur á járnbrautarstöðina og 1 að vita að lestin muni fara í áttina heimahaga hennar eftir hálf tíma. m ^ biðsalurinn er óupphitaður og það vaeri x ástæða til að ganga aftur til farmiðasa ans og berja á gluggann í söluherbe hans og tilkynna honum að þetta sé sV1f aag því að sérhver farþegi eigi kröfu a , sitja í hlýju húsnæði. En hálftími er P^ enginn eilífðartími, og þegar Magdal® horfir út um rykugan gluggann, sér n hvar lestin kemur í fjarska. Eftir tvo tíma verður hún aftur að sttéa úr lestinni og þaðan verður hún að gal1 ‘ í klukkutíma, áður en hún er komm heim í þorpið. Nú er nóttin skollin á. Hér e háir snjóskaflar og það er frost. M&8 g lena gengur hröðum skrefum til Þ01^1^ því að nú man hún allt í einu að hún dia aðeins einn bolla af kaffi um morgun11^! því að hin óvænta fregn um að henm V sleppt hafði þau áhrif á hana að gleymdi alveg að borða rnorgunverðmn- Þegar hún sér þorpið álengdar, fx® .g hún til ofurlítils kvíða. Hvað mun f° , segja? Mun fólkið benda á hana, af v að hún er að koma úr fangelsi ? Hún bi0 annars hugar að þessum kvíða og ákve að reyna hvernig þetta muni verka a haua> Það logar enn Ijós í bakaríinu, en b^ arakonan er um það bil að loka búðin ^’ þegar Magdalena hleypur upp hin tvö s þrep. „Ég þyrfti að kaupa eitt brauð.“ Bakarakonan þekkir hana strax og ste11 ur grafkyrr af eintómri undrun. ^ .«1® 162 heimilisblap

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.