Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1960, Blaðsíða 21

Heimilisblaðið - 01.07.1960, Blaðsíða 21
vatna hlátur Heillar andann hlátur vatna, — hugans sorgir grynnast, sjatna. Firrast brigð við elfar óma, — — andinn þráir helga dóma. Þar sem foss og flúðir hlakka fseddist ég á elfar bakka. — Vonarljóð á vorsins tungu rötn og fjallablær mér sungu. Heim að þessum helgu lindum: heiðarvötnum, jökultindum, heim að ánni, heim í dalinn, hvarfla’ eg unz eg fell í valinn. Sljótt við lindir Ijúfra strauma fyir sál min helga drauma: '— Mun ei lífsins undiralda eilífðanna farveg halda? Heyrir þú ei, hryggi maður, hoppar, syngur lækur glaður? ' Er þú daga tregar tárum titrar Ijós á flaumsins gárum. ■A-ldaraðir elfur hlakka,------ æfin skeið, — á grafarbakka. — Sálarlíf frá sólartindum Samt er æðra straumsins lindum. Meðan lækur landstíð alla leikur sér um grund og hjalla, — Stundaróró oss þótt hrelli, andi mannsins heldur velli. Vonahlátur hlýrra strauma hjartans eykur sæludrauma. Oft eg bið: í eilífðinni einhversstaðar læk eg finni. Fjallaland sér fátækt valdi Frelsarinn, er hér ’ann dvaldi. — Hann, við kærleiks helga strauma heyrir mína vonardrauma: Nýrri’ á jörð, í nýjum heimi, naumast hygg eg Drottinn gleymi landinu, er lífskjör gjörðu Lazarus á vorri jörðu. Ef að synd og sorgir manna sefar miskunn eilífðanna, — nýrri’ á jörð, við náðar varma, nýtur ísland sinna harma. Verður það í veröld nýrri, vonaheimur öllu dýrri? Kærleiks óðal eilífðanna, Eden bæði Guðs og manna ? Öll er tár af augum þverra, enginn verður þræll né herra, — gröf og höf er Guðsöfl brúa, — Guð og menn í eining búa: Þá mun ísland þjóðnýt eyja, þar sem engir skilja, deyja. Þar sem andans æðstu drauma eignast menn við lífsins strauma. Fyrir ísland endurborið, alla trú á lífið, vorið, — eg á mínum áar bakka, eilíflega Guði þakka! JÓNAS A. SlGURÐSSON. MiLISBLAÐIÐ 153

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.