Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1965, Blaðsíða 11

Heimilisblaðið - 01.07.1965, Blaðsíða 11
Stormur á Matterhorn Eftir Edwin Muller. Hermann horfði á dansfólkið frá borði sinu í horni salsins. Hann renndi leitandi augum yfir hópinn og endaði með því að stara hugsandi á autt sætið andspænis sér v_ið borðið. Það hlaut að vera minnst hálf- tími síðan Pála hafði staðið á fætur til Pess að dansa við þennan Claudel, og hann gat hvergi séð hana. Hann skimaði aftur um, og nú sá hann hana koma inn um dyrnar utan frá ^ernmtigarðinum ásamt Frakkanum. — ^egar hún kom inn í birtuna, nam hún andartak staðar eins og í óvissu og leit snóggvast brosandi til dansherra síns. Það J^t út í augum Hermanns, sem horfði á Pau, eins og þau væru sér þess varla með- Vltandi, að aðrir væru viðstaddir í saln- um. Hljómsveitin lék vals, og hún leið inn í arma Claudels. Þau dönsuðu, hún með ^álflokuð augun og höfuðið svolítið aftur oak, hann með handlegginn fast utan uní "ana. Hvorugt þeirra mælti orð. . Hljómsveitin þagnaði, og Hermann stóð a fætur, þegar þau komu bæði að borði , ans- Honum veittist örðugt að brosa eðli- lega. -.Þér dansið, svo að halda mætti, að þér *ruð atvinnudansari, herra minn," sagði Claudel brosti með lítillæti. „Það er frú- n yðar, sem þér verðið að slá gullhamra. hn lame dansar guðdómiega." Hann eigði sig hátíðlega og hvarf á brott. ^ au sátu þögul stundarkorn, svo sagði ^ermann: „Finnst þér ekki, að það sé bráð- J11 kominn háttatimi? Við ætlum upp til ^terhorn-skálans á morgun." aJa leit óþolinmóðlega á hann. „Her- áfTf1 minn S°ður- Þu verður víst bráðum er fara að setjast að á elliheimili. Þetta Ve .^"^^t^egasti dansleikur, sem hefur rið hér á hótelinu." ^^^ILISBLAÐIÐ „Þú hefur ekki séð mikið af honum, er það?" Hún setti upp móðgunarsvip. „Þú átt við, af því að ég var stundarkorn úti í skemmtigarðinum með Henri? Segðu mér, eigum við nú að fara að ræða það mál aftur?" Þrjózkusvipur kom í augu hans. „Já, við neyðumst víst til þess, en mér finnst ekki, að þetta sé rétti staðurinn til þess." Hún vafði loðfeldinum að sér, afundin á svip, og stóð á fætur. „Nei, við skulum ekki fara að vekja hneyksli." Þegar þau komu upp í einkaherbergi sitt, sneri hún sér að honum. „Jæja?" Hann lét fallast þreytulega niður á stól og hikaði andartak, áður en hann tók til máls: „Heyrðu, Pála, þurfum við í raun og veru að rífast á þennan hátt? Stund- um hef ég það blátt áfram á tilfinning- unni, að þú sért að erta mig af ásettu ráði." Hún stóð kyrr og horfði á hann með þrjózkulegu augnaráði. „Mér skildist á þér, að þú ætlaðir að segja eitthvað um Henri Claudel?" „Ég ætla ekki að tala eins mikið um hann eins og um þig," sagði hann. „Finnst þér þú fara að eins og heiðarleg og sið- söm kona —?" Hún greip fram í fyrir honum með stutt- um, angurværum hlátri. Heiðarleg og sið- söm kona! Þetta lætur í eyrum eins og grafskrift. Tilveran verður að vera svo- lítið litríkari, svolítil rómantík og svolítil hrifning: nei, nei — hún var heiðarleg og siðsöm kona. Hún gekk út að glugganum, dró gluggatjöldin til hliðar og horfði nið- ur yfir dalinn, sem var baðaður í tungls- ljósi fyrir neðan hvíta fjallsegg Breithorns, sem virtist svífa hátt uppi undir himnin- um. 143

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.