Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1965, Blaðsíða 27

Heimilisblaðið - 01.07.1965, Blaðsíða 27
hrópaði hann á móti, og rödd hans var hás og andlitið afmyndað af afbrýðisemi og reiði. „Þú veizt, að það er satt. Þú veizt Þú elskar hann. Þú hefur alltaf elskað hann. Mig hefur grunað það lengi, og vit- að það síðan daginn sem þú varðst æf af því ég sagði að hann væri ekki nógu góður handa Kitten. Manstu það? Ég hef verið fífl, 0g mig tekur það sárt að hafa uppgötvað það jafn seint og ég hef gert." Hún hafði getað haldið áfram að full- vissa hann um, að hún væri saklaus af Því, sem hann bar henni á brýn. Hún hefði getað minnt hann á ást þeirra og grát- beðið hann um að treysta sér betur en systurinni. En hún sagði aðeins, þreytu- ^ga: „Jæja, þá er ekki meira um það að tala, Dan. Úr því þú trúir systur þinni, en ekki mér." »Ég hlýt að trúa henni," sagði hann æfur. „Hún hefur sagt mér sannleikann, -— allan sannleikann. ..." >,Það væri rétt þú færir," mælti hún stillilega. Hann tók að ganga í átt til dyra, en nam staðar og leit á hana óöruggur. »Margie," sagði hann í bænarrómi. „Að- eins ef ég gæti treyst því, að þú værir ekki ástfangin af þessum náunga." »Hér er hringurinn þinn, og farðu nú," sagði hún og beit saman tönnunum um leið °g hún rétti honum hann. Hann snéri sér á hæli, gekk hratt til öyra og út í bílinn, sem hann setti í gang *neð miklum hávaða. En þar sem hann °k í æsingi í áttina til Birmingham, hafði nann á tilfinningunni, að hann hataði Kitt- en enn meira en Margie, — enn meira en nann ímyndaði sér, að hann hataði Margie. K°ld næturbitra stóð beint í andlit hans. V. LOKA-ÚRRÆÐI . Kitten vill yfirhöfuð hvorki sjá mig ra. Eg hef reynt állt hvað ég hef að *^ a8 komast í samband við hana, l Það er vorilaust. Augljóslega hefur hún 'l/Qgju að framfylgja þessari gerræðis- HeiMilisblaðið né hey hugmynd sinni til Mns ýtrasta. Hvað segir Dan? Ég vona svo sannarlega, að hann geti komið fyrir hana vitinu. Ég er sann- fœrður um, að það er AleTc Wyman, sem stendur á bak við þetta allt. Kitten hefði aldjrei getað látið sér detta i hug að út- vega sér skilnaðarástœðu með annarri eins brellu. Ég þori að sverja, að hún var full- komlega hamingjusöm með mér, þangað til hún hitti hann. Hann gerði hana ringl- aða í kollinum með öllu því fé, sem hann hefur handa á miW. Góða Margie, mér er illa við að hugsa til þess, að ég skuli hafa dregið þig inn í þetta — einmitt þig, sem alltaf hefur verið bezti vinur minn. Og ég forðast að hugsa um það, hvað faðir þinn kann að hálda um mig. Ég hefði alls ekki átt að leyfa þér að dveljast i íbúðinni þarna um nóttina, en þú veizt, að ég var ekki með sjálfum mér og gat álls ekki hugsað skýrt. Einasta von mín er sú, að Dan skilji, hversu elskuleg þú ert, og hversu heppinn hann hefur verið. Ætíð þinn vinur, Clive." Hun sýndi föður sínum bréfið. Hann setti óðara upp gleraugu og las það. „Þú hefur ekki sagt honum, að trúlofun þinni sé slitið?" spurði hann um leið og hann rétti henni það eftir lesturinn. Hún hristi höfuðið. „Nei, mér fannst eng- in ástæða til að gera hann daprari út af þessu öllu en hann þegar var orðinn." „Ég vorkenni honum innilega," sagði hann eftir stutta þögn. „Eins og það sé ekki nóg fyrir hann, að Kitten er farin frá hon- um, — þá þarf hann líka að hafa áhyggj- ur af að hafa dregið þig inn í þetta. Hon- um hefur alltaf verið mjög hlýtt til þín." „Já," svaraði hún. „Og mér til hans." „Sú var tíðin, að ég vonaði —,"¦ hóf hann máls, en lauk ekki við setninguna. „Því miður verður fólk einatt ástfangið af allt öðrum en þeim, sem það ætti að verða ástfangið af," sagði hann svo með daufu vandræðabrosi. „Þú hefur alltaf óskað þess, að við Clive yrðum ástfangin hvort í öðru, er það ekki? Sannleikurinn var sá, að þú hagaðir þér beinlínis eins og hjúskaparmiðlari. Við vor- um vön að hlæja að þér í þá daga." 159

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.