Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1965, Blaðsíða 14

Heimilisblaðið - 01.07.1965, Blaðsíða 14
klukkustund eftir — getum ekki komizt af til morguns — aðeins hundrað og fimm- tíu metrar niður — verðum að vera þrír til þess að hjálpa Pálu niður — láta hana vera hér — Claudel og ég förum niður — komum með Sturmer-bræðurna og auka- reipi — látum hana síga niður." Hermann beið ekki eftir samþykki Clau- dels og Pálu, en tók að losa reipið, sem hún var bundin með við klettinn, og batt síðan það aukareipi utan um hana og festi það, svo að hún lá fast upp að klettasnös- inni, svo að stormurinn mæddi minna á henni. Þegar hann snerti hana, langaði hann mest til þess að þrýsta henni að sér, en hann stillti sig. Hún beygði sig niður undan hrottalegum vindhviðunum, og er hún hafði litið bænaraugum til Hermanns, fól hún höfuð sitt undir hettunni. Mennirnir tveir lögðu af stað niður, Hermann á eftir — í erfiðari stöðunni, þar sem þeir voru bundir hvor við annan með reipinu. Þeir klifruðu með mestu var- kárni, og þeir urðu hvað eftir annað að halda sér dauðahaldi, þegar skyndilegar stormhrinur skullu á þeim, og nærri lá að þeir sviptust burt frá hamraveggnum og þeyttust niður. Hermann reyndi að átta sig í einu af hléunum, að svo miklu leyti sem það var unnt fyrir snjófjúkinu. Hann og Claudel stóðu saman í svolítilli bergskoru, þaðan sem þeir virtust hvorki geta komizt aftur á bak né áfram. Hermanni var ljóst, að Claudel hafði leitt þá of langt til hægri, þar sem hann hafði' verið hálfblindaður af snjónum. Þeir voru komnir út af fjalls- egginni, sem var nokkurn veginn örugg, og voru komnir hættulega langt út í aust- urhlíð fjallsins. Þeir gátu hvorki komizt til hægri né vinstri, og það náði engri átt að klifra aftur þá leið, sem þeir höfðu komið. Eina leiðin var lóðrétt niður. Fyrir neðan bergskoruna þeirra varð fjallshlíðin snarbrött, nær því lóðrétt, eins langt og hann gat séð. Tíu metrum neðar var stall- ur, sem var ekki öllu meira en hálfur metri að breidd, en nógu breiður til þess, að f jall- göngumaður gat haldið þar jafnvægi. Þessi stallur virtist liggja í báðar áttir, til hægri og vinstri, og þeir mundu sennilega komast 146 aftur til f jallseggjarinnar með því að fara í áttina til vinstri, og þaðan kæmu þeir tiltölulega auðveldlega til kofans. Annar gat auðveldlega rennt hinum nið' ur á þennan stall, en annað mál var það, hvernig hann átti svo sjálfur að komast niður. 1 bergskorunni, þar sem þeir stóðu, var engin klettasnös, sem þeir gátu bund- ið reipið utan um, svo að unnt væri ao renna sér niður með því að hafa reipi* tvöfalt. Það var ókleift að láta sig falla þessa tíu metra án reipis og gera sér svo von um að geta haldið jafnvægi og standa föstum fótum á þessum mjóa stalli. En Hermann sá, við nánari athugun, að þurfll- ungsbreið sprunga lá frá bergskorunni niö' ur í gegnum klöppina, þar sem hún hvarr hér um bil miðja vegu. Maður gat ef tjl vill með því að þrýsta f ingrum og tábrodd- um inn í þessa mjóu rifu og með því a° neyta allra krafta sinna komizt niður, svo langt sem rifan náði. Eftir það varð hann að láta sig falla síðustu fjóra metrana og vona, að hann lenti heilu og höldnu á stall- inum, þar sem hinn tæki á móti honum. Já, þannig urðu þeir að fara að. Þa valt á lífi og dauða Pálu. Hermann hafði gleymt afbrýðisemi sinn1- Þegar hann sneri sér við til "þess að taia við förunaut sinn, fannst honum haní1 heyra kall einhvers staðar fyrir neðan- Hann svaraði með því að kalla, hlustað1 og kallaði aftur, en hann fékk ekkert svar- Það hlaut að hafa verið stormurinn. Storminn hafði nú lægt svo mikið, a ^ hann gat gert sig skiljanlegan fyrir f°r naut sínum án þess að þurfa að kal Hann útskýrði áform sitt fyrir Claudel. „Þér skiljið", sagði hann að lokum, -a i verður að losa sig við reipið hyi' sá fyrri veröur aö losa sig þess að verða ekki dreginn niður i dýpið, ef hinum fatast stökkið." Claudel sneri andlitinu undan til Pe að komast hjá að mæta einarðlegu aug; ráði hins. Hann svaraði ekki fyrst, en sv sagði hann loðmæltur: „En sá, sem sten^ ur á stallinum getur auðveldlega dre& .j niður í hyldýpið, ef hinn grípur í hann þess að halda sér föstum, þegar hann k ur niður." _ ^ Hermann yppti öxlum. „Ef til viU- heimilisblae>i

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.