Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1965, Blaðsíða 37

Heimilisblaðið - 01.07.1965, Blaðsíða 37
og leið bölvanlega. „Þú skilur þetta ekki. En ég fullvissa þig um, að mín eina von e? sú, að hún að lokum sjái og viðurkenni, að hún getur ekki farið svona með þig." Hún starði á veiklulegt og þjáningar- fullt andlit hans, eins og hún nú sæi hann í fyrsta sinni. Þetta var ekki Clive, sem sat hér andspænis henni; ekki sá hrausti og tápmikli drengur, sem hún hafði alizt upp nteð og elskað eins og bróður. Þetta var henni ókunnur maður, og meira og verra en það. Þessi maður, sem sat hér á móti henni, var óvinur hennar. Hann borgaði reikninginn, og þau urðu samferða út úr veitingahúsinu. ,,Mér þykir þetta fjarska leitt, Margie," tautaði hann. „Þér finnst víst að ég komi auvirðilega fram, — en ég verð að reyna að fá hana til að láta málið niður falla. Eg get ekki látið mér koma annað til hug- ar. Því ég elska hana, Margie. Mig tekur Það sárt, ef þér finnst sem ég svíki þig. Það eina sem ég get er að biðja þig að fyrirgefa mér." Andartak hélt hann um hönd hennar; síðan sneri hann sér undan og gekk leiðar sinnar. Eftir stutta stund var hann horf- Wn í manngrúann. Margie stóð kyrr um stund og starði á eftir honum. Það leið reyndar löng stund, áður en hún áttaði sig nóg til þess að leggja af stað heim í vinnustofu Mavis. vin. VILTU EKKI — Samstundis og Alek var vísað inn í einka-dagstofu Kittenar í hótelinu þar sem hún bjó, gerði hann sér Ijóst, að þetta myndi verða átakamikill samfundur. Hún sat úti í horni á sófa, stíf og fjand- samleg í svip og stellingum. Hún var með htinn, snotran, grænan filthatt á höfði, Sem ekki fór vel við bleikt og alvarlegt andlit hennar og sorgarsvipinn í augun- um. ,,Góðan dag, Kitten," sagði hann á þann glaðlega hátt, sem honum var sízt eigin- legur þessa stundina. HEIMILISBLAÐIÐ „Ég geri ekki ráð fyrir, að það hafi nokkra þýðingu fyrir þig hvort ég ligg andvaka og grátandi næturlangt?" svaraði Kitten lágt og ásakandi. „Grátandi?" Hann hrukkaði ennið. „Er það ætlunin að gera mig hrærðan? Ég býst ekki við, að ég láti hrærast. Og ég vona, að þú farir ekki að telja mér trú um, að það hafi verið mér að kenna, að þú grézt?" Löng og dökk augnhár hennar vörpuðu skuggum á föla vangana. „Hver annar heldurðu að gæti komtið mér til að gráta, Alek?" „Finnst þér ekki," svaraði hann, „að við ættum fyrst að borða saman hádegisverð og skammast svo á eftir? Ég veit ekki hvernig þér er niðri fyrir, en ég hef aldrei hallazt á þá skoð'un að gott sé að skamm- ast á tóman maga." „Ó, þú ert viðurstyggilegur, Alek." Rödd hans var óhagganlega róleg, er hann sagði: „Ég er búinn að láta taka frá borð handa okkur hjá Pierre, Kitten." Þau óku gegnum göturnar án þess að mæla orð. Enda þótt Kitten væri búin að segja við sjálfa sig allan morguninn, að skynsamleg- ast væri að nefna ekki Margie á nafn, gat hún ekki stillt sig um að segja: „Hvað í ósköpunum gat komið þér til að láta sjá þig með þessari hrœðilegu kvensu í gærkvöldi?" Hann lyfti brúnum. „Það lítur ekki út fyrir, að þér falli Margie Norman beint vel í geð?" „Nei, bjóstu við því, eftir allt sem hefur gerzt?" „Nei, það er sjaldgæft að maður hafi mætur á því fólki, sem maður hefur gert rangt til," svaraði hann ofur stillilega. Hún varð æf og spurði: „Hvað áttu við? Heldurðu, að ég ætlaði mér að láta málið fara lengra, ef ég vissi ekki að hún er sek?" „Mér dettur ekki í hug að halda, að þú trúir því að hún sé sek," svaraði hann. Framhald 169

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.