Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1965, Blaðsíða 18

Heimilisblaðið - 01.07.1965, Blaðsíða 18
Dökkt hár og hugmyndaflug Eftir Helene Hahn Beiskur ammoníakilmur fyllti loftið, og viðskiptavinurinn í nr. 5 sagði við fallegu hárgreiðslustúlkuna, sem var að greiða henni: „Hver er það, sem er að fá platínumeð- ferð?" Unga stúlkan taldi fimm dropa af ein- hverjum ljótum, grænum vökva í höfuð- þvottaskál, áður en hún svaraði: „Það er frú Leheudry; hún situr inni í byrginu hennar Jósefínu, þess vegna er lyktin svona sterk. Platínuljósi liturinn er sérgrein Jósefínu. Hún getur jafnvel breytt blásvörtu hári í platínulitt af ljósustu teg- und. Allar leikkonur koma hingað og fá meðferð hjá henni." „Eigið þér við frú Leheudry, konu Bern- ards Leheudry, leikstjóra?" spurði við- skiptavinurinn. Hún sagði þetta kæruleys- islega, en hreimurinn í rödd hennar gaf til kynna allmikinn áhuga, eða þá að það reyndi nokkuð mikið á hana að sitja í óþægilegum stellingum, með höfuðið sveigt mjög aftur. „Já," sagði hárgreiðslustúlkan. „Ein- mitt. Jósefína segir, að hún sé óð af af- brýðisemi. Við heyrum ýmislegt á stað eins og þessum. Frú Leheudry segir Jósef- ínu um allt einkalíf sitt og þess konar. Viljið þér snúa höfðinu svolítið, fröken — þökk fyrir, þetta var ágætt, þá get ég...." „Hvað er það? Ég á við, hvað segir hún um mann sinn?" „Ó, góða min, hvernig hann eltist við öll pils, sem hann sér. Og sérstaklega er það einhver stúlka með rauðgult hár, sem hann hefur áhuga á. Hann hefur sézt tals- vert með henni upp á síðkastið. Hún er leikkona og á að leika með í nýjum sjón- leik, sem hr. Leheudry á að setja á svið, það er að segja, ef frú Leheudry tekst ekki að gera hana óskaðlega fyrir þann tíma. Hún hefur sagt Jósefínu, að hún hafi lát- ið njósna um þau, og að hún ætli að reyna að koma þeim á óvart; og þá vildi ég ógjarna vera í sporum þeirrar rauðgullnu. Frú Leheudry svífst einskis, hvorki þess að nota vitríól né. . . . Nei, fröken, þér verðið að sitja kyrr.... Það er ekki held- ur neitt við því að segja, þótt frú LeheU- dry vilji ekki sleppa manni sínum ein- mitt núna, þegar honum er farið að ganga vel og græðir mikla peninga. En aðrar konur mundu ef til vill hika við að grípa til svona hrottalegra aðferða eins og ft'u Leheudry. Það er auðvitað refsivert, en frönsk lög taka mjög vægilega á svona voðaviðburðum, sem verða vegna afbrýði- semi; og þó að frú Leheudry takist að ráð- ast á og afskræma keppinaut sinn, þá rauð- gullinhærðu, getur hún verið alveg viss um, að hún verður sýknuð. Afsakið, frök- en, viljið þér gjöra svo vel að gæta þess aö snúa ekki höfðinu við. ..." „Já, en þetta getur ekki verið alvara hjá frú Leheudry. Menn gera ekki slik og þvílíkt." „Nei, ef til vill ekki, en þá tekur hún til annarra ráða. Hún á svipu, segir hun> og mig skyldi ekki furða, þó að hún fyndl upp á því að nota hana á keppinaut sinn- Úff, það hlýtur að vera andstyggilegt- £& hef einu sinni heyrt um svipað tilfe"' þar sem ung stúlka fékk svipuhögg Þver yfir andlitið. Hún er með ör eftir það enn þann dag í dag, svona rétt hérna við aug að og niður yfir kinnina. Og svo er í>a auk þess þannig, að stúlkan með rau rétt eins og björninn hafði gert skömmu áður. Og ungir og aldnir hópuðust um- hverfis hana og grétu, bæði af ótta, ástúð og gleði. Utan um þau öll lagði pabbi sín- ar stóru og sterku hendur. Síðan reis hann 150 á fætur og gekk þögull inn í herbergið si Hvað haldið þið hann hafi gert þar inni- Síðla hausts var þessi sami björn sko - inn. Um háls hans var enn kransinn, se Álfhildur litla hafði gefið honum. heimilisblaði£>

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.