Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1965, Side 30

Heimilisblaðið - 01.07.1965, Side 30
„Já, það er skilnaðarmálið.“ „Ég geri ráð fyrir, að þér viljið nauðug að hún fari frajn á skilnað?" Hún kinkaði kolli. „Eruð þér mótfallnar hjónaskilnuðum yfirleitt, eða hafið þér persónulegan áhuga á afdrifum þessa sérstaka skilnaðarmáls, sem hér um ræðir?“ spurði hann. Hún starði á hann. „Að sjálfsögðu hef ég persónulegan áhuga einmitt á þessu skilnaðarmáli,“ stamaði hún upp. „Þér — þér vitið það, vænti ég, að Kitten ásakar mig fyrir að — fyrir að vera orsök skiln- aðarins?“ „Yður — yður!“ hrópaði hann upp. Allt- í einu keyrði hann höfuðið aftur og rak upp skellihlátur. „Elsku barn,“ sagði hann þegar hann hafði lokið hlátrinum. „Þessu neita ég að trúa. Ég neita því einfaldlega að trúa öðru eins.“ Heitur roði færðist fram i kinnar henn- ar. Hlátur hans hafði fengið hana til að finnast hún vera auvirðileg og kjánaleg. „Það gleður mig að heyra, að þér trúið ekki framburði Kittenar,“ hóf hún máls, en hann greip fram í fyrir henni bros- andi: „Andartak. Ég skal segja yður, hvað ég held. Þér lítið ekki út fyrir að vera eitur- naðra í paradís neins hjúskapar. Þrátt fyrir það getur hugsazt, að þér séuð það. Ég hef aldrei lagt neinn trúnað á söguna um hreinleika sveitapíunnar fögru.“ „Ég veit ekki, hvort þér eruð að reyna að vera fráhrindandi eða bara fyndinn, herra Wyman,“ sagði Margie. „En ég full- vissa yður um, að þetta er ekkert til að hlæja að. Ég hef ekkert gert af því, sem Kitten ber mér á brýn....“ Margie var ákveðin í að segja honum allan sannleikann og kæra sig kollótta um háðsglampann í augum hans. Þegar hún hafði lokið frásögu sinni, var þögn um stund. „Ég geri ráð fyrir, að þér hafið komið einum um of göfugmannlega fram,“ sagði Alek Wyman loks og brosti nú dauft. Blóðið þaut fram í kinnar henni. „Ég hef ekki hugsað mér að.koma neitt göfugmannlega fram,“ svaraði hún. „En mér er mjög vel við Clive.“ 162 Hann stundi. „Það er eins og ég hef alltaf sagt. Það er möguleiki, að manni verði launað í næsta lífi fyrir að koma fram eins og miskunnsamur Samverji en allavega verður manni ekki launað það hérna meginn. . . . Látið mig. samt ekki grípa fram í fyrir yður. Þér sátuð sem sagt og hélduð í höndina á honum yfir morgunverðarborðinu og hvísluðuð hug- hreystandi orðum í eyra hans, þegar Kitt- en kom þrammandi inn í kyrrðina til ykk- ar í fylgd með tveim leynilögreglumönn- um?“ Ertnisorð hans gerðu Margie æfa af reiði. Hún spratt á fætur. „Ó, mér finnst þér viðurstyggilegur!“ hrópaði hún og tók á rás til dyranna. „Ég verð þá víst að biðjast enn einnar afsökunar,“ sagði hann. „En úr því þér eruð komnar svona langan veg að, til þess að tala við mig, er þá ekki bezt að við tölum raunverulgeá saman og komumst til botns í þessu? En þér verðið að viður- kenna, að kringumstæðurnar eru ekki laus- ar við að vera svolítið spaugilegar.“ „Ég get ekki séð neitt spaugilegt við þetta,“ gegndi hún reiðilega. ,,Og ég geri heldur ekki ráð fyrir, að yður þætti það, ef þér ættuð sjálfur heima í li-tlu sveita- þorpi þar sem allir töluðu á bak við yður —“ „Einmitt — fréttirnar hafa sem sagt síazt út?“ „Ojá, fyrir löngu,“ sagði hún beisk. „Fru Swaything, frænka Kittenar, býr í næsta nágrenni við okkur. Hún vill helzt geta stjórnað öllum bænum, og ég held hún hafi aldrei haft neinar sérstakar mætur á mer- En það gerði ekki mikið til mín vegua -----“ Röddin brást henni lítið eitt. ,,En þegar það er farið að bitna á honum föður mínum —“ Hún þagnaði skyndilega' gröm yfir því að hafa þegar sagt of mikið- „Svo það er líka látið bitna á föðui yðar?“ sagði hann. „En hvað um móðu1 yðar — þér ætlið þó ekki að segja Ttiéu að þetta sé einnig látið bitna á gráhærðU móður yðar?“ Þetta var meira en Margie þoldi. Hún HEIMILISBLAÐl®

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.