Heimilisblaðið - 01.05.1968, Side 10
Nautgripaþjófarnir
Strax eftir að lestin hafði stanzað við
brautarpallinn í Antilope ávarpaði mig ung-
ur kúreki, hávaxinn og holdskarpur, með grá
kuldaleg augu og kinnar sem voru svo slétt-
raltaðar að þær gljáðu. Hann tók hattinn of-
an og hneigði sig.
„Ungfrú Randall?“ spurði hann. „Peg-
ursta kennslukona í heimi V ‘
„Oldungis rétt!“ svaraði ég á þann feimn-
islega hátt sem er svo mikill þáttur geðþokka
míns. „Porsjónin hefur veitt mér þetta útlit,
að viðbættri auðmýkt hjartans, svo að ég
stæri mig ekki af því. — En þér, herra minn?
Ytra útlit yðar er svo glæsilegt, að það kem-
ur mér á óvart, en annars finnst mér ég eitt-
hvað kannast við andlitssvipinn.“
„Má vera,“ sagði hann, „þeim mun frem-
ur sem ég hef tamið mér alúðlega fram-
komu.“ Að svo mæltu lyfti hann mér í faðm
sér og kyssti mig á þann hátt, að sérhver
kvikmyndaklippari hefði gripið til skæranna
•— og þetta gerði hann að viðstöddum stöðv-
arstjóranum, tveim verzlunarferðamönnum
og einum flækning!
„Má ég spyrja,“ sagði hann þegar hann
loksins sleppti mér, „hvort ungfrúin muni
ekki eftir mér?“
„Jú,“ svaraði ég og greip andköf, reyndi
að forða sjálfblekungnum mínum og setja
hattinn á höfuðið. „Þetta minnir mig á það
þegar ég var kysst seinast. Og nú man ég
það : Þér eruð maðurinn sem ég á að giftast
í næstu viku. Gaman, að ég skyldi hitta yð-
ur hér.“
„Já, heimurinn er lítill,“ svaraði hann og
brosti, og samt var eins og brosið væri ekki
alveg ekta, og fingur hans kreistu handlegg-
inn á mér líkt og hann væri óstyrlcur. „Anna,
litla fallega stúlkan mín, Lilla Meyer, er liér
með bílinn frá Churcchills-hjónunum og við
sendum farangurinn þinn með lionum.111
„Sendum farangurinn minn?“ spurði ég.
„Vegna hvers? Er þetta verðlaunagetraun
eða hvað?“
„Þú og ég,“ svaraði hann, „við förum á
hestbaki. Það er svo geysimargt sem ég þarf
að tala um við þig.“
„Já, en göngufötin mín?“ sagði ég í mót-
mælatón. „Þau eru splunltuný. -—- Þau myndu
gersamlega eyðileggjast, ef ég ætti að sitja
í þeim á hestbaki ...“
„Að sjálfsögðu hefurðu fataskipti," sagði
liann. „Komdu með á krána, þú getur lagað
þig til þar.“
Það reyndist dásamlegur reiðtúr heim á
leið þennan fagra síðsumardag. Gullin gras-
sléttan þandist í margar mílur til allra átta
til fjallahringsins, rökkrið féll á eins og gagn-
sætt teppi, og þegar við komumst að fjalls-
rananum birtist á himinhvolfinu stór þoku-
slunginn máni. Hestarnir voru teknir að lötra
og Lewis rétti mér höndina.
Samt sem áður var eitthvað raunalegt við
þetta allt. „Anna,“ sagði Lewis, og röddin
var þunglyndisleg. „Það ætti að skjóta mig
fyrir að fá þig til að koma hingað út eftir
og giftast mér. Ef það verður þá endirinn.“
„Jæja, svo þér finnst liugmyndin kannski
ekki eins ágæt og áður?“ svaraði ég í nokk-
uð yfirlætislegum tón.
„Segðu ekki slíka vitleysu," hreytti hann
út úr sér. „En þú ættir ekki að giftast mis-
heppnuðum kúreka. I sannleika sagt, þá
reyndi ég að skrifa þér hvað allt gengi illa.
Þú veizt hvað allt horfir ömurlega sem stend-
ur. En ég hefði svosem getað komizt af og
yfirstigið erfiðleikana, ef nautgripaþjófarn-
ir hefðu ekki komið í spilið.“
„Nautgripaþjófar ?“ spurði ég. „Eg hélt
þeir væru komnir úr tízku eins og síðu pils-
in og blygðunarsemin. Eru þeir virkilega til
ennþá?“
„Já, hér úti er ýmislegt enn við lýði,“ sagði
hann. „Gömul tízka varir við, — meira að
segja blygðunin. Nautgripaþjófarnir hafa
látið til sín taka — það eru aðeins aðferðir
þeirra sem eru nýjar af nálinni. Þeir eru
98
HEIMILISBIiAÐIf