Heimilisblaðið - 01.05.1968, Blaðsíða 14
Sumarmálakveðja
Ég var núna að ljúka við að binda síðustu
árganga Ileimilisblaðsins 1965—67. Ég á
þetta blað frá upphafi göngu þess. Það er
allmikið og eigulegt safn, 16 bindi alls. Þar
er að finna margvíslegt og laðandi lestrar-
efni.
Þótt mjög sé umbreytt viðhorf manna og
mláefna frá því að Heimilisblaðið hóf sína
för í ársbyrjun 1912 hefur það í öllum aðal-
atriðum haldið þeirri stefnu sem í upphafi
var mörkuð. En svo segir í 1. tölublaði 1. árg.:
„. . . erindi þess, að verða hverju heimili til
heilla ... með því að blaðið skemmti, gleðji,
fræði, hvetji og aðvari með sögum, kvæðum
og greiuum------löguðum til að hafa góð
áhrif á lesendurna, einkum þá yngri“. Með
þeim orðum og ásetningi lagði það af stað
út iim bæi og byggðir landsins. Smátt var það
vexti og áskriftarverðið var 75 aurar ár-
gangurinn.
Utgefandi og ritstjóri þessa litla mánaðar-
rits, Jón prentari Helgason, var mér þá al-
veg ókunnur, þó hann eftir einhverjum leið-
um hafi fundið nafn mitt. En þar eð mér
leizt vel á þetta 1. tbl. gerðist ég áskrifandi
þess og féllst á að reyna að greiða ofurlítið
götu þess.
Bréf fóru að berast milli Jóns Iíelgasonar
og mín og góð kynni hófust, sem svo urðu
nánari við persónuleg samtöl og brátt varð
hann einn minna beztu vina. Og litla blaðið
hans stækkaði og breytti útliti. En efni þess
alltaf í svipuðum dúr, í samræmi við stefn-
una sem í upphafi var tekin. Utgefandinn,
alltaf sami hógværi skapfestumaðurinn, hélt
strikinu án þess að hvika, þótt öldur and-
stæðra skoðana og brotsjóir breytinga risu
allt um kring. Trúin á algóðan Guð var leið-
arstjarnan, sem stýrði hug og hendi við val
hans á efni blaðsins. Og synir Jóns, þeir
prúðu góðu drengir, fóru snemma að veita
aðstoð við útgáfuna og efnisöflun. Og trú-
lega hefur stefnunni verið haldið síðan hans
missti við. Það er sannarlegt ánægjuefni vin-
um lians og unnendum.
A Heimilisblaðsins fyrstu síðu fyrsta blaðs
1912 stendur, m. a.:
Þú munt finna þrekið vaxa
og þína sálarró á ný
ef þú dag livern góðverk gjörir
glaður Jesú nafni í.-----
Þurfamann er þarfnast gjafa
þú skalt eitthvað gleðja hann
og hinn sjúka og liugarhrellda,
hugga reyndu aumingjann. — —
Til hins rœgða og syndaseka
segðu eittlivert lilýlegt orð,
bros þitt getur barnið huggað,
er beizkum tárum vætir storð.
Ef þú lieyrir iiallmælt öðrum
hógvær taktu svari hans.------
Ég var að fletta blöðum þessum og grípa
ofan í þau á ýmsum stöðum. í 1. blaði 1913
segir: Það (blaðið) mun halda sér frá þræt-
um og- þrasi-------------það vill færa með sér
kristilegan frið, kærleilta og gleði inn. á þau
heimili, sem veita því viðtöku.
A einum stað verða fyrir angum þessi stef:
Hann kemur Guðs hinn kæri son,
hann kemur, liuggun þín og von,
ó, kom, með höndum tómum tveim
að taka á móti gesti þeim.
I 10. árgangi, ár 1921, er þetta:
Ef sérðu bróðir, særðan mann,
í svartnættinu reika,
þá leiddu inn í ljós þitt liann
og læknaðu sál hans veika.
yfir axlir mínar. „Þú ert stórkostleg, Anna.
Þú veizt ekki, hvað ég er þér þakklátur. Á
þessu hérna græðum við fjögur þúsund doll-
ara, og nú getum við gifzt. Hér verður ekki
stolið nautgripum fyrst um sinn, það er ég
viss um. Geturðu haft gætur á náungunum
á meðan ég kyssi þig?“
En kossinn varð ósköp vandræðalegur.
Tvær af skammbyssunum sem ég reið með
hleyptu af sér, og einn af náungunum á und-
an okkur rumdi við: „í guðanna bænum,
getið þið ekki beðið með þetta kossaflens
þangað til þið hafið komið byssunum á óhult-
an stað ?“
Ég leit á Lewis og yppti öxlum. Yið því
var ekkert að segja, þótt mannagreyin hefðu
ekki mikinn sans fvrir rómantík eins og ástatt
var fyrir þeim þessa stundina.
102
HEIMILISBLAÐIÐ