Heimilisblaðið - 01.05.1968, Side 24
Ilann brosti biturlega, og þrátt fyrir allan
lieiðarleika í garð Susan hlaut Fran að við-
urkenna, að það var mildð til í því sem hann
sagði. Æ, hví hafði Susan ekki séð þetta
sjálf? Hvers vegna hafði hún lialdið áfram
eins og allt væri í bezta lagi, og ímyndað sér
að ekki væri ástæða til að hafa neinar áhyggj-
ur úr því að allt sýndist gott og fellt á ytra
borðinu ?
„Eg hefði kannski haldið áfram að lifa
lífinu þannig,“ sagði John, „því að þrátt
fyrir allt hef ég alltaf dálæti á Susan — en
svo kynntist ég Pixy. Ef ég hefði ekki kynnzt
henni —“
„Heldurðu að hún geti gefið þér allt sem
Susan hefur ekld veitt þér?“ spurði Fran.
Jolin hugleiddi spurninguna lítið eitt.
„Ekki veit ég það,“ sagði hann, „en ég ætla
að reyna. Óneitanlega eldist ég, Fran, og ég
lief ekkert á móti því að vita hvernig það
er að eiga raunverulegt heimili og góða eig-
inkonu, sem ekki hefur áhuga á öðru en mér.
Og Pixy elskar mig.“
„En hún er varla annað en stórt barn,“
sagði Fran. „Finnst þér þú geta varið það
að hlaupast brott með henni á þennan hátt V ‘
John brosti aftur dauft, hálf afundinn.
,„Eg efast ekki um, að annað fólk mun álíta
mig argasta þorpara, sem liafi afvegaleitt
saklaust barn að heiman frá sér. En reyndar
er það Pixy sjálf, sem hefur beðið mig um
að gera það, og hún veit hvað hún vill. —
Við munum dveljast erlendis þangað til skiln-
aðurinn er um garð genginn.“
Fran studdist við arinhilluna. „Skilnaður-
inn er um garð genginn.“
Fran studdist við arinhilluna. Skilnaður-
inn! Aftur stakk þetta skrímsli fram hausn-
um. Hvers vegna þurfti allt að vera svona
viðbjóðslegt? Iívers vegna gat fólk ekki elsk-
að hvað annað allt sitt líf?
IJún gerði nú síðustu örvæntingarfullu til-
raunina til að tala um fyrir honum: „En
ég veit það, John, að Susan elskar þig innst
inni. Ur því þér gremst það svona, að hún
skuli eyða öllum tíma sínum í leikhúsið,
hvers vegna biðurðu hana þá ekki um að
hætta því? Þið gætuð ferðazt eitthvað burt
héðan — bara eitthvað burt.“
„Slíkt myndi hún aldrei gera,“ sagði hann.
„Auk þess er það orðið of seint núna.“ Hann
snöggþagnaði og hlustaði. Utan frá götunni
barst hávaði frá bílflautu. „Það er Pixy,“
sagði hann stuttlega. „Hún er komin til að
sækja mig. Við ökum til Dover í kvöld.“
XXIV.
OF SEINT —!
Það varð þögn í heila, langa mínútu, þeg-
ar bílflautið hætti.
„Eg verð að fara,“ tautaði John. „Eg get
ekki látið Pixy bíða svona.“
En núna, þegar liin stóra stund var runn-
in upp, hafði Fran það á tilfinningunni, að
hann ætti bágt með að fara. Hann svipaðist
um í stofunni, og það var þjáning í andlits-
dráttunum. „Hér vorum við vön að sitja
fyrst, þegar Susan var komin heim úr leik-
húsinu á kvöldin,“ sagði hann lágt. „Undar-
legt hvað maður man það glögglega núna,
þegar það er liðið fyrir fullt og allt. En
hvaða máli skiptir það,“ sagði hann svo
snöggt. „Þetta er enginn tími til upprifjana.
Við verðum að komast til Dover áður en
ferjan fer.“
Hann gekk í átt til dyranna, en nam staðar
og sagði:
„Reyndu að gera Susan þetta eins bærilegt
og þú getur, Fran. En hvað svo sem þú ger-
ir, þá segðu henni ekki neitt fyrr en hún
er komin heim úr leikhúsinu í kvöld.’“ Síð-
an gekk hann rakleitt að Fran og lagði hend-
urnar á axlir henni. „Hvað heldurðu um
mig, Fran? Að ég sé -—■ þorpari?“
„Hvernig ætti ég að geta lialdið það?“
sagði hún undrandi. „Þú sem hefur verið
mér svo góður allt frá því ég kom hingað
fyrst. Eg vildi að ég gæti hugsað eins og þú
lieldur — Susan vegna. Eg held mér myndi
líða betur. En ég er farin að lialda, að ein-
mitt þær manneskjur sem maður hefur mest-
ar mætur á í lífinu, þær valdi manni sár-
ustu vonbrigðunum.“
John brosti biturlega. „Þú ert dálítill heim-
spekingur, Fran,“ sagði hann. „Mér þykir
næstum því eins mikið fyrir því að fara frá
þér eins og frá Susan. Mér var farið að þykja
vænt um litlu stjúpdóttur mína. — Einhvern
tíma síðar, þegar þú liefur jafnað þig eftir
allt þetta, þá leyfirðu mér kannski að hitta
þig aftur.“
Svo var hann horfinn út úr stofunni, það
skyndilega að Fran gafst ekki tækifæri til að
J
112
HEIMILISBLAÐIP