Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1968, Qupperneq 36

Heimilisblaðið - 01.05.1968, Qupperneq 36
Við. sem vinnum eldhússtörjin Nú fer sumarið í liönd og við sem vinmim eldliússtörfin verðum kennski svolítið latar í eldhúsinu. En þegar sólin skín inn um gluggana okkar inn í herbergin og stofurn- ar, þá komum við ef til vill auga á það, sem við höfum ekki séð í skammdeginu, að ým- issa breytinga eða lagfæringa er þörf. Yið byrjum þá á gluggunum. Ef útsýnið úr glauggunum er mikið og fallegt, þá er auð- vitað ekkert vit að byrja þá með mörgum lögum af gardínum. Setjið þá upp sem ein- faldastar hliðargardínur, sem lítið fer fyrir á daginn, en sem auðvelt er að draga fyrir á kvöldin. Ef glugginn er ekki stór, og ekki hætt við að mikið sjáist inn um hann þá má nota klifurplöntu í staðinn gardínur, t. d. vínvið. Ef útsýnið er leiðinlegt, t .d. grár húsveggur, eru ágætar þunnar gardínur (storisar) fyrir gluggana og þykkri hliðargardínur. En ef glugginn er ekki mjög stór má fela leiðinlegt útsýni með því að hengja blóm upp á mis- munandi hátt, eins og sýnt er á einni með- fylgjandi myndinni. Svo eru það herbergin sjálf. E. t. v. þarfn- ast þau bara nýrrar málningar, eða til til- breytingar gæti verið gaman að reyna nýju veggfóðrin. Þau eru mörg mjög falleg og mörg þeirra má þvo. En það er fleira en málning og veggfóður, sem má setja á veggina. Hér fylgja myndir af nokkrum tegundum af bast- eða bambus- vefjum, sem eru sérstaklega fallegir, en það er dálítill vandi að setja þá upp, er oft viss- ara að fá fagmann sér til aðstoðar. Svo síðast en ekki sízt eru það tréveggirnir, sem hafa verið mikið í tízku hér undanfarið. Þeir eru yfirleitt ákaflega fallegir og setja hlýlegan svip á herbergið. Ef við erum með vegg í stofu eða jafnvel forstofu, sem okkur finnst vera kaldur og leiðinlegur þá er hægt að fá tilbúnar plötur til að setja upp. Blússur. Þegar íbúðin er komin í sumarfötin væri ekki úr vegi að líta í fataskápinn sinn, og þó að pyngjan sé kannski í léttara lagi þá er ótrúlegt að ekki sé hægt að fá sér eina eða tvær blússur og hér eru myndir af nokkr- um, sem hæfa íslenzku loftslagi. Til að svíkja ekki eldhúsið alveg, þá eru hér nokkrar uppskriftir af skemmtilegum síld- arréttum: Tómatsíld: 1 dós af beinlausri sild 1 finsaxaSur laukur 1 tsk sykur 1 msk steinseja (persille) - É 2 liarðsoöin egg. Raðið síldinni á disk. Hrærið lauk, tómat- sósu, sykur og steinselju saman og bætið leg- inum af síldinni út í. Hellið þessu yfir síld- ina og látið standa í 5—6 klst. Skreytið með harðsoðnum eggjum. Framreitt með rúg- brauðssnittum og smjöri. Síldarsalat: 1 dós beinlaus síld 3 soðnar kartöflur 2 msk fínt saxaðar asíur 1 msk edik 1 tsk sykur ]/2 tsk krry. Blandið saman síld, kartöfluteningum og asíum. Hrærið eða hristið saman edik, olín, sykur og karry og hellið yfir salatið. Látið það standa í nokkra klst. Framreitt með rúg" brauðssnittum og salatblöðum. Síklarkokkteill a la russe: 1 dós gaffaíbitar 1 fíntsaxaður laukur 1 fíntsaxað epli 1 msk fínmöluð asía 100 gr. mayonnaise 1 lítið glas danskur kavíar steinselja. Blandið gaffalbitum, lauk, epli og asín saman og skiptið því í 4 ábætisglös. Hrærið mayonaise saman við kavíarinn og hellið yfY og látið á kaldan stað. Skreytið með steim selju. Framreitt með rúgbrauðssnittum smjöri. 124 H E IM IL I S B L A Ð X P

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.