Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1969, Blaðsíða 4

Heimilisblaðið - 01.11.1969, Blaðsíða 4
Með hverju ári sem leið fjölgaði tölu helgra staða. í elzta leiðarvísi ferðamanna um Land- ið helga, frá árinu 330, fylla nöfn helgra 'staða tólf síður; en sams konar greinargerð frá fimmtándu öld er í tveim þykkum bind- um, 600 síður hvort. A fjórðu öld var Jerúsalem orðin ferða- mannabær á heimsvísu; hún var samkomu- staður allra sem mest áttu undir sér og auð- ugastir voru í kristnum dómi. Jafnvel Bretar komu alla leið frá sinni þokuslungnu ey, og Indverjar, Persar og Armenar ferðuðust í 'litklæðum sínum um götur Jerúsalem og stræti. „Tungumál eru ólík, en trúin er ein og söm,“ skrifar samtímamaður. Ekki Voru allir kirQcjufeður jafn ánægðir með hinn stóra ferðamannastraum til Jerú- salem; því að í þessum mikla samkomustað voru grundvölluð leikliús, dansstaðir, kaffihús og vændishús. Kirkjufaðirinn Ilieronymus skrifar harmi þrunginn um þetta mál: „Hald- ið eigi, að yður sé nokkurs á vannt í trú yðv- arri, þótt þér aldrei hafið Jerúsalem augum litið, og gangið eigi í þeirri dul, að þér séuð hóti betri en aðrir, þótt svo þér eigið þar heima. Ef þeir staðir, þar sem dásemdarverk krossins fullkomnuðust, væru ekki í einum stað offullum af fólki, þar sem fyrirfinnast herflokkar, lauslætisdrósir, leikarar og lista- menn, væri dásamlegt þar að búa.“ í aldanna rás hafa þúsundir og aftur þús- undir skrifað ferðafrásagnir um Landið helga. Hæst allra gnæfir þó fyrsta pílagríma- sagan, sú elzta sem yfirleitt hefur varðveitzt. Það er frásaga af spánskri nunnu, Æteheriu að nafni, öllu heldur sendibréf sem hiin skrif- aði heim til klaustursystra sinna. Ferðasaga þessi er frá um það bil 390. Það sem heillar lesandann einna mest og gefur henni einstakt gildi, er sú staðreynd, að hún er ekki skráð með það fyrir augum að koma fyrir almenningssjónir. Unga stúlkan skrifar af barnslegri gleði og nokkurri hreykni um allt það furðulega, sem fyrir augu hennar ber, og það vekur henni stóra ánægju að tjá sínum ,æruverðu systrum" frá þeirri reynslu, sem hún hefur orðið fyrir á hinni löngu ferð. Ætheria var af miklum spánskum ættum; faðir hennar liefur án efa verið senator í ein- hverri af stærri borgum Spánar. Vegna ætt- göfgi hennar er henni hvarvetna tekið af mik- illi vinsemd. Biskupar og munkar gerast leið- sögumenn hennar hvarvetna á ferð milli hinna söguríku staða. Hún gengur á Sínaífjall, Nebohæðir, þaðan sem Móse sá út yfir fyrir- heitna landið, vitjar grafar Jakobs og margra annarra staða. Rómversk yfirvöld láta henni í té fylgdarmenn úr hernum, þegar hún legg- ur land undir fót inn á þau svæði þar sem ræningjar hafa bólstað. Það var bæði löng og erfið ferð sem unga stúlkan tók sér fj7rir hendur. Um Konstan- tínópel, þvert yfir Litlu-Asíu og Sýrland, alla leið til Jerúsalem; og hún ferðaðist með engri Austurlanda-hraðlest, heldur ýmist fót- gangandi eða á ösnum. Að einu leyti naut hún ferðarinnar betur en fólk gerir nú til dags: hún gat hvarvetna gert sig skiljanlega á móð- urmáli sínu: latínu. Rómave'ldi náði vfir allt þetta geysistóra svæði; hvarvetna voru róm- verskir embættismenn, sem hún gat snúið sér til, ef með þurfti. Þegar hún var einu sinni komin til Jerú- salem, dvaldist hún þar um kyrrt í heilt ár og fylgdist með öllum hátíðum kirkjuársins í hinni helgu borg. Lýsingin á kirkjuhátíðun- um tekur heilan kafla í ferðasögu hennar. Kafli sá er heimildarrit í fremsta flokki, með tilliti ti'l uppruna helgisiða hinna kristilegu hátíða. Hún hefur frásögn sína af hátíðisdögunum með lýsingu á jólunum, þeirri hátíð sem nú er heilög haldin um allan hinn kristna heim, hátíð sein allir byrja að hlakka til strax þegar haustvindarnir byrja fyrst að næða og líta upp til sem hápunkts allra ársins viðburða. Þetta er fyrsta lýsing á jólahaldi sem fyrir- finnst. Þær aldir, sem skilja á milli okkar og þess tíma sem þarna er um að ræða, gefa allri frásögninni hátíðlegan blæ og einstakt gildi. En því miður: í handritið vantar einmitt það blað, þar sem lýst er hátíðahöldunum á sjálft aðfangadagskvöld og jólanótt. Samt getum við gert ráð fyrir, að prestar og munk- ar í Jerúsalem liafi varið nóttinni til sálma- söngs og- bænahalds í Betlehem, síðan liafi þeir lagt af stað til Jerúsalem; en þá hefst frásaga Ætheriu: „Sökum þess, að nauðsvnlegt er að ferðast með hægagangi, vegna munkanna sem fara fótgangandi, er ekki komið til Jerúsalem fyrr en á þeim tíma, þegar menn geta greint and- lit hvers annars, það er að segja rétt fyrir 224 HEIMILISBLAÐIf)

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.