Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1969, Blaðsíða 12

Heimilisblaðið - 01.11.1969, Blaðsíða 12
Húð yðar er ókeypis læknir yðar EFTIR RUTH OG EDWARD BRECHER Hafið þér aldrei furðað yður á því, þegar þér hafið meitt yður, að náttúran skuli eklii hafa gætt yður seigara skinni, sem rifnaði ekki við hvað lítið sem er ? Það á sér sína skýringu. Iíin þunna húð mannsins er ékki aðeins vemdandi „umbúðir“, heldur starf- andi líffæri, sem er jafnmikilvægt fyrir líf- færakerfið og heili, lungu og hjarta. Húðin gegnir fjölda hlutverka, sem þér takið varla eftir, og starf hennar yrði mjög erfitt, ef hún væri þykk og seig. Hugsið bara um, hvað gerist, þegar þér skerið yður í fingurinn. Blóðið streymir strax út frá hinum mörgu fínu æðum í liúð- inni og skola burtu óhreinindum og sýklum. Því næst dragast háræðarnar saman, svo að blæðingin dvínar, og kökkur af blóði, sem storknar fljótt lokar skurðinum eins og tappi. Tappinn límist við brúnir skurðarins og dreg- ur sig saman, svo að fliparnir nálgast hvor annan. A næstu klukkustundum vaxa bandvefs- frumur eins og þræðir báðum megin frá inn í storknaða blóðið og byggja smám saman upp nýjan vef. Jafnskjótt og skurðurinn hef- ur fyllzt alveg, vaxa nýjar húðfrumur inn yfir hana, þangað til þær mætast í miðju. Og þegar þessum „listvefnaði“ er lokið, sést aðeins hárfínt ör í versta tilfelli. Græðsla sársins er þróunarferill, sem er nákvæmlega stjórnað, þar sem hvert skref fer eftir ákveðnum tíma. Munið það, næst þegar þér skerið yður eða brennið yður, og látið ógert að klóra hrúðrið af. Með því að trufla starf náttúrunnar eigið þér á hættu að fá ljótt ör, sem þér hefðuð alveg eins get- að verið laus við. Bn húðin starfar ekki aðeins sem ókeypis læknir yðar. Hún er einnig eins konar ferða- búr líffærakerfisins, og það meira að segja forðabúr, sem getur rúmað furðulega mikið. Ef þér eruð t. d. 70 klíó á þyngd, berið þér um 12 kíló af þeim í húð yðar — aðallega sem fituefni og vatn. Þegar líkaminn tekur til sín meiri fitu eða vatn en hann þarf þá stundina, sezt það, sem umfram er, að í húð- inni, og þaðan er síðar unnt að veita því út í blóðið og flytja það til þeirra líffæra, sem þarfnast aukanæringar. A sama hátt má geyma salt, sykur og önnur mikilvæg efni í húðinni. I húðinni er einnig varaforði af blóði, sem líkaminn getur notað í neyðartilfelli. Hugs- um okkur, að þér komið gangandi friðsamlega eftir götunni, og að ofbeldismaður stökkvi allt í einu fram og ráðist á yður. Yöðvar yðar og innri líffæri komast strax í viðvör- unarástand — þau búast til flótta eða bar- daga — og krefjast meira blóðs. Það blóð- magn er að miklu leyti tekið frá húðinni. Við vorum næstum því komin að hliðinu, og þarna stóðu hestamir hennar Lísu. Þeir stóðu þarna báðir og hölluðu höfði hvor að öðrum. Blettur hafði verið langt uppi í fjalli í hópi ótaminna hesta; Nikk hafði hafzt við heima við bæ ásamt reiðhestum og dráttar- jálkum. Það voru nærfellt tuttugu kílómetr- ar á milli þeirra. En einhver innri eðlisávís- un hafði fært þá nær hvor öðrum; þessa tvo ólíku hesta, sem a'ldrei höfðu setið á sátts höfði — þeir stóðu nú þama hlið við hlið í takmarkalausri ró. Tom lagði hönd sína á höndina á mér. „Þeir ónotast ekki hvor út í annan héðan af,“ sagði hann með merkilega lágri og sannfær- andi röddu. Eg lokaði au’gunum ... og sá fyrir mér glaðlegt andlit litlu stúlkunnar minnar ... það var sem hlýr straumur færi um mig; rétt eins og hún liefði snert hönd- ina mína. Og allt í einu vissi ég fyrir víst, að hún Lísa okkar var enn hjá okkur; að hún var ennþá hluti af öllu því, sem henni hafði þótt vænzt um — bænum og dalnum og fjallagolunni sem barst frá óbyggðinni efra. 232 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.