Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1969, Blaðsíða 20

Heimilisblaðið - 01.11.1969, Blaðsíða 20
LOFORÐIÐ Eftir L. G. MOBERLY Það kom ánægjusvipur á andlit læknisins, þegar hann sagði þessi síðustu orð. Hann leit út sem maður, er þykist hafa fundið bezta ráðið til að komast út úr erfiðum kring- umstæðum. En Grace systir var eigi ókunn- ugt um, hve margar undarlegar tilfinningar oft drottna í hjarta konunnar, og fann því til sárrar meðaumkvunar með þessari vesal- ings, óreyndu unglingsstúlku, sem var glöð og ánægð yfir að giftast manni, sem enga ást bar til hennar, og einungis gekk að eiga hana til þess að geta, samkvæmt loforði, séð henni farborða, glöð af því hún hvorki mundi þekkja sjálfa sig né veröldina. Hún gleymdi gætni sinni og eigin sorg, og sú eina hugsun greip hana að koma í veg fyrir þetta, sem mundi leiða af sér eymd og sorg, og mælti: „Herra læknir, athugið grand- gæfilega, hvað það er, sem þér ætlið að gera. Ég veit, að ég hef ekki vald til þess að tala þannig við yður, en ég hef ávallt skoðað yður sem vin, og ég get ekki þegjandi látið það viðgangast, að maður, sem mér er annt um, geri glappaskot, án þess að vara liann við.“ „Glappaskot?“ tók læknirinn upp eftir henni. „Já, það er sannfæring mín, að þér ætlið að gera það; hugsið bara um aldursmuninn, um uppeldi yðar og skoðun á lífinu í saman- burði við uppeldi hennar, og fleira sem erfitt mundi að samrýma, eða eruð þér vissir um að geta gert hana hamingjusama ?“ „Já, það hugsa ég að ég geti, enda er það hennar vegna að ég ræðst í þetta. Ég hafði mikið liugsað um þetta áður en ég ákvarðaði mig. En nú er þetta afgert milli mín og stúlk- unnar, svo því verður varla breytt. En ég fullvissa yður um, Grace systir, að ég skal vera góður og vingjarnlegur við Iíope og skal gera allt sem ég get til þess að hún verði liamingjusöm,11 og læknirinn brosti hug- hreystandi til hjúkrunarkonunnar, sem virt- ist mjög áhyggjufull. „Ég veit að þér hafið hinn bezta vilja til þess að reyna að stuðla að því, að allt fari vel,“ sagði hún án þess að endurgjalda bros hans. „En samt sem áður er þetta mikil áhætta, hún er svo ung og svo óþroslcuð.11 „Ég hugsaði, að ef ég giftist henni nú, þá mundi ég geta leiðbeint henni og vanið hana, svo hún yrði með tímanum kona eftir mínu skapi.11 Það brá fyrir glettnisglampa í augum hjúkrunarkonunnar, og dauflegt bros lék um varir hennar um leið og hún sagði: „Ó, þér ætlið að gera hana að fyrirmyndarkonu, þér eruð ekki sá fyrsti og verðið líklega ekki sá síðasti sem hefur hugsað sér að ala upp konu sína, en hefur misheppnast það, og orðið svo fyrir vonbrigðum.11 „Nei, þetta skal ekki rætast, og ég mun naumast verða fyrir vonbrigðum,11 sagði læknirinn og brosti aftur. „En það er ekki uppörfandi að tala við yður núna, systir Grace, og þó kom ég einmitt til vðar í þeim erindum, að fá hjálp og hvatningu. Héðan af get ég ekki hætt við þetta, þótt þér hefðuð sannfært mig um, að ég hefði gert glappa- skot, -—- en það liafið þér nú raunar ekki gert — ég er einþykkur maður, eins og þér ef til vill vitið, og fyrst ég á annað borð hef ákveð- ið að giftast stúlkunni, hætti ég ekki við það, hvað sem á gengur, heldur reyni að stuðla að því, að hjónabandið fari sem bezt að auð- ið er. Og ég vona að þér komizt að raun um, að spádómar yðar rætast ekki.11 „Ég vildi svo gjarnan að von yðar rættist,11 sagði hjúkrunarkonan blíð í máli. Og þar sem hún sá að árangurslaust var að vara hann við hættunni, bætti hún við brosandi: „Jæja, ég vil vona að þetta fari allt vel og ég óska bæði yður og lienni af heilum hug til ham- ingju. En hvað var það svo sem þér ætluðuð að biðja mig að gera?11 Læknirinn skýrði henni nú frá því, að hann hefði í hyggju að gifta sig hið allra fyrsta, 240 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.