Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1969, Blaðsíða 22

Heimilisblaðið - 01.11.1969, Blaðsíða 22
vel og smekklega búinn. Það lýsti sér vilja- kraftur og festa í svip hans, og sýndi að hann var fastráðinn í að vera hið ráðandi afl á þeirri hjúskaparbraut, sem hann var nú að stíga út á. Iiope var klædd í hvítan kjól, sem var illa sniðinn og fór því ekki vel. Hroldma hárið liðaðist ofan undir gagnaugun. Hún gat eigi haldið því í skefjum, og á höfðinu bar hún illa festan stráhatt, sem ruggaði aft- ur og fram eftir því sem hún hreyfði höf- uðið. Allt hennar bernskulega látbragð bar vott um andlegt og líkamlegt þroskaleysi, og að hún hvorki hafði skilning eða þrek til að taka á herðar sér sjúskaparskyldurnar. Grace fannst það svo sorglegt, að þetta hjónaband skyldi hafa verið stofnað, og henni var það óskiljanlegt, hví Anderson læknir, sem annars var svo hvgginn og gætinn, skyldi ekki sjá, í hvaða hættu hann stofnaði sjálf- um sér og Hope með þessu hjónabandi, sem hún gat, eltki séð annað en að mundi gera þau bæði ógæfusöm. Þessar og þvílíkar hugsanir vöktu fyrir Grace þegar hún fylgdi brúðhjónunum inn í skrúðastúkuna og sá Iíope rita nafn sitt í kirkjubókina. Þeg-ar hún samkvæmt siðvenj- unni tók í hönd læknisins til þess að óska honum til hamingju, kom henni sú spurning í hug, hvort hann í raun og veru mundi hafa nokkra hugmynd um, hvaða ógæfu og armæðu þetta hjónaband mundi geta bakað honum. Brúðguminn horfði með óþolinmæði á brúð- urina, sem var lengi að krota nafn sitt í kirkjubókina. „0, það setti ég blekklessu í bókina/ ‘ sagði húu svo með vandræðahlátri og leit upp á prestinn. Hann var aldraður og vingjarnlegur maður og brosti aðeins og sagði hughreystandi, að ekki væri að undra, þótt svo ung brúður væri eigi laus við tauga- óstyrk á þessari stundu, og þegar hann sá að blekið hafði dropið ofan á nafn brúðarinnar, sneri hann sér að brúðgumanum og mælti brosandi: „Konan yðar hefur fyllilega breitt yfir ætarnafn sitt, svo nú liefur hún ekkert annað nafn en yðar.“ En brosið hvarf af vör- um hans þegar hann sá hinn alvarlega óánægjusvip á andliti læknisins, og heyrði hann segja: „Þetta var hirðiúeysislegt af þér, Hope, að láta þetta fara svona.“ Það brá skugga yfir liið brosleita andlit ungu konunnar, og augu hennar fylltust tár- um; á sömu stundu fann Grace systir, að öll sú vorkunnsemi, sem hún áður hafði haft með lækninum, sneri til brúðarinnar. Hún kenndi nú svo innilega sárt í brjósti um þessa ungu, móðurlausu konu, sem einungis fyrir æsku og þekkingarleysi á lífinu og mönnun- um hafði leiðst út í þetta hjónaband. Hún fann, að jafnvel þó til hjónabands væri stofn- að af ást og fullkominni samúð frá beggja hálfu var þó lijónavígslan svo hátíðleg at- höfn, að engan þyrfti að undra, þótt liún ylli svo ungri brúður, eins og Hope var, noklt- urs taugaóstyrks, og að það var því mjög ónærgætnislegt af lækninum að tala við hana í ásökunarróm fyrir jafnóverulega óað- gæzlu. Hún tók því utan um hina döpru brúði og sagði: „Má ég ekki kyssa yður og óska yður hjart- anlega til hamingju; og svo skuluð þér ekk- ert kæra yður um blekdropann í bókinni.“ Hope hallaði sér upp að hjúkrunarkonunni. Hún fann að lítið vantaði á að gráturinn brytist út, en þá vissi hún að þolinmæði lækn- isins mundi vera nóg boðið. Það vakti því bæði gleði og undrun hjá hjúkrunarkonunni, að Ilope gat ráðið við tilfinningar sínar og horft til hennar með brosi, og á þessari stundu nálguðust þessar konur mikið hvor aðra. „Þakka fyrir, að þér eruð svo góðsöm,“ sagði brúðurin barnslega. „Það er víst nokk- ur óstyrkur yfir mér. Mér finnst þetta allt svo undai'legt, ég e rsem í leiðslu, og svo sakna ég móður ininnar svo mikið við þetta tæki- færi.“ Síðustu orðin sagði hún lágt, svo eng- inn heyrði nema hjúkrunarkonan, og tár þau, sem komu þá í augu hennar, fóru ekki lengra. Svo sneri hún sér eftir dálitla þögn að brúð- gumanum, sem stóð hjá prestinum bak við þær. Hún horfði á hann vandræðalega, en svip- ur læknisins var nú mildari en áður og hann sagði þýðlega: „Nú er bezt við förum, kæra Hope, og tefjum ekki lengur fvrir prestinum; við höfum lokið okkur af hér og þurfum ekki að skrifa undir fleira, eða er ekki svo, prest- ur minn?“ „JÚ, en ég vildi gjarnan gefa brúðurinni vígsluskírteini. Það er regla, sem ég aldrei vík frá, að gefa það öllum konum, sem ég gifti, svo ég geri þetta ekki af neinni tor- tryggni við yður, herra læknir.“ „Það er ekki nema rétt af yður að vera 242 HBIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.