Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1969, Blaðsíða 25

Heimilisblaðið - 01.11.1969, Blaðsíða 25
„Byrjaðu nú ekki á neinum ójöfnuði, kæra barn, og í öllum bænum byrjaðu ekki bjóna- band okkar með þrætum. Eg man vel eftir því að við gifftum okkur í dag. En þú verð- ur líka að muna, að það var gert einungis í þeim tilgangi að ég gæti látið þig búa hér hjá mér.“ „Þú sagðir að þú vildir gera allt til þess að ég yrði hamingjusöm,“ sagði hún með kergju. Hún var nú í því ástandi, sem hjá börnum nefnist ofþreyta, en hjá fullorðnum æsing. Of margar nýjar tilfinningar höfðu steðjað að henni, og í því ástandi sem hún var hefði hún einkum þarfnast, að henni væru sýnd vinahót og blíða, en lælmirinn þekkti kveneðlið svo lítið, að hann sá þetta ekki eða gat ekki getið sér þess til. „Eg vona líka að þú með tímanum verðir hamingjusöm," sagði hann í ströngum róm, „en það vil ég segja þér einu sinni fyrir allt að ég get ekki fellt mig við þrætugjarnt kven- fólk. Eg var að hugsa um mjög vandasamt og alvarlegt málefni, þegar þú truflaðir mig. En tölum nú ekki meira um það. Haltu nú áfram með bókina þína, og vertu góð stúlka og ónáðaðu mig ekki svona í annað skipti.“ Ilún horfði glaðlega upp til hans með stóru fallegu augunum sínum og sagði með við- kvæmni: „Segðu mér aðeins, Anderson lækn- ir------“ En hann greip fram í fyrir henni og mælti: „Góða mín, við skulum ekki vera með neina angurværð, og mundu eftir að lcalla mig bara Miles, og að ég er maðurinn þinn í heimsins og þjónustufólksins augum, þótt við okkar í millum séum ekki annað en verndari og sk j ólstæðingur. “ „Já, það er satt,“ tautaði hún og gleði- svipurinn hvarf af andliti hennar og hún horfði þunglyndsilega niður fyrir sig og sagði: „Já, ég gleymi að við erum ekki ann- að hvort gagnvart öðru.“ Ljós og skuggi skiptust snögglega í huga ungu konunnar, og hún varð nú allt í einu hæg og raunaleg og settist niður og fór að blaða í bókinni, sem hún hafði verið að lesa í- Læknirinn horfði á hana brosandi og hugs- aði með sér: „En hvað hún er mikið barn,“ en upphátt sagði hann vingjarnlega: „Við verðum, góða mín, að reyna að útvega þér betur sniðinn kjól, og þessi litur er heldur ekki viðeigandi fyrir þig. Eg held við ættum að biðja Grace systir að velja með þér nýtt efni og útvega góða saumakonu.“ „Nei, við biðjum Grace systur hvorki um það né annað mig áhrærandi/1 greip Hope fram í æst og spratt á fætur og henti bókinni eftir borðinu svo hún kastaðist ofan á gólf hinum megin. Nú var hún algerlega breytt. Augun hennar tindruðu af bræði og augljóst var, að hún hafði misst allt vald yfir sjálfri sér. „Ég er gift kona, og ég skal sjálf ákveða hvernig ég vil vera klædd, ég kæri mig ekki um að hafa neinn til að leiðbeina mér í því efni, og allra sízt þessa Grace þína. Ég vildi bar aóska að þú hefðir gifzt henni í stað mín. Hún mundi ekki hafa verið eins klaufaleg í öllu eins og ég. En það skal ég láta þig vita að ég hata hana.“ Að svo mæltu þaut hún út úr stofunni og velti um koll stól er varð á vegi hennar, og hurðinni skellti hún svo hart á eftir sér að undir tók í húsinu. Anderson læknir horfði orðlaus eftir henni. Hann reisti við stólinn og tók upp bókina sem lá á gólfinu og tautaði svo um leið og hann yppti öxlum: „Skárri er það vargurinn, sú litla.“ Hann fór svo inn á skrifstofu sína, settist við bækur sínar og hafði eftir litla stund alveg gleymt konunni, sem lá snöktandi uppi í svefnherbergi sínu og fannst sem lijarta sitt mundi springa. Þegar stúlkan kom og sagði henni að búið væri að bera á borð kvöldmatinn, kvaðst hún hafa höfuðverk og yrði að fara í rúmið, og kæmi því ekki til að borða. Hjónaband Hope byrjaði þannig mjög óheppilega, og horfurnar á framtíðarham- ingju hennar voru ekki miklar. Sú hamingja virðist að minnsta kosti vera svo langt frá, að erfitt mundi verða að ná henni. VII. Það var í góðum tilgangi að Miles Ander- son hafði boðið Hope James að giftast henni, og hann hafði einsett sér að gera þennan skjólstæðing sinn hamingjusaman. Hreinar og göfugar hvatir höfðu valdið því, að liann gekk að eiga hana, en honum var varnað þess að geta séð, að þau skilyrði voru heimilisblaðið 245

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.