Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1969, Blaðsíða 28

Heimilisblaðið - 01.11.1969, Blaðsíða 28
„Hveruig liefur það atvikast að þér hafið eignast svona fallegan hring?“ spurði hún og gaf engan gaum að bráðlyndi tengdadótt- ur sinnar, sem kom fram nærri sem ókurteisi. „Hringurinn er allt of dýr fyrir ungling að bera hann.“ „Eg er þó gift kon'a, og því skyldi ég þá ekki mega hafa hann, og svo hef ég fengið hann -------“ Hope lauk ekki við setninguna; það kom gráthljóð í rödd hennar og augun fylltust af tárum. „Lofið mér að skoða hringinn betur,“ sag'ði gamla konan, og það var auðséð að þessi skrautgripur dró að sér alla eftirtekt henn- ar. Svo greip hún um hönd tengdadóttur sinnar og horfði um stund á hringinn. Iíann var líka svo einkennilegur, að undr- un gömlu lconunnar var skiljanleg. Ifjarta- myndaður, gulbrúnn steinn var þar í fag- urri umgerð, sem glóðu í dýrustu demantar, sem mynduðu demantskórónu yfir hjartanu, en annars vegar var grafið með miklum hag- leik orðið: ,,Amor“. „Þetta er sannur dýrgripur,“ sagði gamla konan um síðir, „og hann er allt of dýr til þess að láta hálfgert barn ganga með hann. Miles, þú hefðir átt að gefa konunni þinni ódýrari hring, leglegan perluhring. Það var nóg meðan hún er svona ung.“ „Það er alls ekki Miles, sem gefið hefur mér hringinn,“ sagði Hope um leið og hún kippti að sér hendinni, „og ég fæ ekki skilið, hvers vegna ég má ekki bera hann, fyrst ég hef löngun til þess, ég, sem er gift kona.“ „Þér ættuð að reyna að vera stilltari, fyrst þér eruð gift kona, og tala með meiri virð- ingu við konu, sem er miklu eldri en þér. Eg sé að vísu að þér eruð ekki sem bezt upp- alin, og að þér þurfið mikið að læra til að vera eins og þér eigið að vera.“ „Yerið þér sælar,“ sagði Hope lágt með gremjuþrunginni rödd. „Mér fellur illa að þér hafið óbeit á mér, en ég vissi það áður, að ég mundi ekki vera eftir yðar sk'api.“ Svo sneri hún sér við og gekk út úr stof- unni. Læknirinn fylgdi henni. I huga hans blandaðist saman gremja og ánægja yfir hinni barnslegu lireinskilni, sem Hope svaraði móð- ur hans með. „Það er erfitt að lynda við þig, Hope,“ sagði hann á heimleiðinni. „Mamma er að vísu nokkuð opinská, en hún vill okkur þó allt hið bezta, og ef þú getur náð vináttu hennar, er ég sannfærður um — ■—“ „Því skyldi ég eiga að reyna það,“ greip Hope fram í með ákefð. „Hún veit að ég er ung og hef lítið lært, og svo veit hún að ég á enga móður á lífi. Því er hún svo óvingjarn- leg við mig, svo köld og bitur. Ég ætla ekki að sækjast eftir vináttu hennar; og fyrst hún hefur óbeit á mér, hef ég líka óbeit á henni.“ „En kæra barn!“ sagði læknirinn, en Hope greip þegar fram í fyrir honum og sagði: „Það er óþarfi fyrir þig að setja upp undr- unar- og gremjusvip. Eg hugsa að móðir þín sé þér sjálfum ekki svo ákaflega geðþekk, ef þú vilt vera hreinskilinn, og mér geðjast alls ekki að henni — það læt ég þig hér með vita.“ Læknirinn þagði við þessum ákafa og ótví- ræða dómi konu sinnar, og hann komst að þeirri niðurstöðu, að heppnlegast mundi vera, að þær fvndust ekki fyrst um sinn, Hope og móðir hans, og hann hætti alveg við að reyna að vekja vináttu milli þeirra, enda gafst hann upp við að reyna að hafa áhrif á skapsmuni og framferði konu sinnar, og lét hana úr þessu sigla sinn eigin sjó. Hann hélt þó áfram að kaupa handa henni bækur og fleira smávegis, og við og við að fara með henni á skemmtistaði, og huggaði sig svo við, að hann gerði allt fyrir hana sem í hans valdi stæði, en þrátt fyrir þetta fann Hope alltaf meir og meir til þess, hvað hún var mikill einstæðingur og að staða sín væri óþolandi, og það hlyti að leiða til verulegra byltinga á högum hennar. Miles læknir sat árdegis einn í skrifstofu sinni önnum kafinn við að rita fyrirlestur, sem hann hafði lofað að flytja í læknadeild háskólans. Það var komið að þeim tíma, sem hann var vanur að taka á móti mönnum, sem leituðu læknisráða, og hann var að keppast, við að koma sem mestu af áður en hann þyrfti að fara að gegna þeirra erindum. Hann tók því ekki eftir að Hope liafði komið inn til hans, og varð hennar ekki var, fyrr en hann sá hana við hlið sér og stara á sig mðe hryggð- ar- eða ö'llu heldur gremjusvip. „Ert það þú, Hope ? — En góða mín, hvaða erindi átt þú hingað?“ „Ég vil fá að vita, hvers vegna þú giftist 248 HBIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.