Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1969, Blaðsíða 36

Heimilisblaðið - 01.11.1969, Blaðsíða 36
eftir Karl May Fjársjóðurinn í Silfurvatni - 55. Höfðinginn reis á fætur og sagði: „Þessir menn eru ekki þess verðir að liönd liermanns snerti þá. ’Fleygið þeim fyrir hundana!“ Hávært gelt kvað við og skjótt breyttist það í blóðþyrst gól — síðan varð þögn. Það er ekki víst hvort liundarnir hafa fundið lyktina af hvítu mönnunum, en einn þeirra sleit sig lausan og þaut að tjaldinu sem Masklúka gamli var að stíga út úr. 56. „Þú ert duðans matur!“ kallaði Stóri Úlfur. Hundurinn urraði svengdarlega. Allt í einu stökk hann að óvini sínum. Veiðimaðurinn kastaði sér á móti dýrinu og þreif það í fangið og kreisti svo fast að það náði ekki andanum. Hann rak því síðan bylm- ingshögg á trýnið og þeytti því burt frá sér: „Hana, leggið hann í bönd!“ SM ffl S 57. Höfðingjarnir settust nú á ráðstefnu um örlög Masklúku. Eftir 2 klukkustundir var honum stefnt fvrir þá í tjaldi til þess að lilýða á úrskurðinn: „Við höfum svarið að drepa alla hvíta menn, en þú ert vinur rauðskinna og þess vegna færð þú að berjast fyrir lífi þínu.“ „Og liver ætlar að berjast við mig?“ spurði Masklúka gamli. „Ovutsavaht,“ svaraði Stóri Úlfur hrevkinn. 256 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.