Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1969, Blaðsíða 32

Heimilisblaðið - 01.11.1969, Blaðsíða 32
Grace, aðstoðarkonu sína. Iljúkrunarkonan var fríð sýnum, andlitið blíðlegt og svipurinn stillilegur og festulegur. Hið fríða og blíðlega andlit og stillilegi og festulegi svipur hjúkr- unarkonunnar hafði góð áhrif á hann og sef- aði hina æstu geðsmuni hans. Og áður en hann gekk út mælti hann við hana: „Bg vildi óska, að þér vilduð gera svo vel, systir góð, að heimsækja hið allra fyrsta konuna mína. Hún er fremur skapstirð og virðist líklega hið nýja líf sitt einmanalegt og örðugt.“ „Já, það hlýtur að vera mjög einmanalegt fyrir hana,“ sagði Graee og brosti vingjarn- lega. En sanlt sem áður lofaði hún eigi að heimsækja liúsfreyju Milesar. Hún skildi það sem Miles annað hvort vildi ekki eða gæti ekki skilið, að það var til einskis fyrir hana að reyna að vingast við frú Anderson. — Hope hafði einu sinni fengið óbeit á henni og Grace var of kæn til að þröngva stúlku til vináttu við sig. Þess vegna svaraði hún Miles svo óákveð- in. En seinna, er hún var alein í herbergi sínu, hvarf gleðibrosið af andliti hennar. Iíún sat við gluggann í sjúkrahúsinu og horfði á trén, er bærðust fyrir blænum. — Htin and- varpaði þungan. „Skyldu þau nú loks geta séð yfirsjón sína,“ liugsaði hún. „Og ætli reynzlan geti kennt hinni ungu stúlku það, sem hún aldrei hefur heyrt eða séð áður. Ætli henni lærist að elska hann. Eða ætli allt fari út um þúfur og verði þeim til háðungar.“ En þá var hringt á hjúkrunarkonuna, og hún hrifin frá hugsunum sínum. En hún gat ekki gleymt hinum kvalafulla svip herra And- ersons og hin sorgblöndnu orð hans hljóm- uðu stöðugt fyrir eyrum hennar það sem eft- ir var dagsins. Miles leið einnig illa þennan dag. Hann gat eigi gleymt liinum tárvotu augum konu sinnar og liörðu orðum. Þó var hann kominn í dálítið betra skap, er hann bjóst til lieim- ferðar. Þegar heim kom var klukkan hálf 8. Hann var bæði svangur og þreyttur, en fann þó enn meira til þess, að hann hafði ef til vill verið of óvæginn við litlu stúlfcuna, sem ennþá var barn. Nú var hún líklega ein- mitt sorgmædd og ávítandi sjálfa sig. Með þeim ásetningi að sýna veglyndi, vera reiðubúinn til að gleyma, fyrirgefa og bæta ráð sitt til fullnustu, stökk hann upp stigann og inn í dagstofuna. Þar bjóst hann við að finna konu sína á þessum tíma. Þar mundi hún sitja í mjúkum hægindastól og lesa bók. En vonir hans brugðust. Það var dimmt í stofunni, nema hvað daufri glætu sló á gólfið framan við ofninn. Og þegar hann studdi á rafmagngsleiðsluna til að fá ljós, þá sá hann ljóslega að þar hafði enginn komið um dag- inn, því allt var þar ósnert. Það var auðsætt að Hope hafði eigi komið niður um daginn, því þá hefðu koddar og dýnur verið á víð og dreif og opnar bækur hér og þar. Hope var reyndar ekki til fyrir- myndar í reglusemi og starísemi. Tók Miles nú ógleði mikla og gerðist hug- sjúkur um konu sína. Hann gat eigi verið þar og hljóp inn í salinn. Þar var hún ekki. Þá 'hélt hann til herbergja hennar, en þá mætti þjónustustúlka honum og mælti til hans: „Frú Anderson hefur eigi komið til te- drykkju og hún er enn ekki komin heim. Yilj- ið þér bíða eftir máltíðinni þar til frúin kemur ‘ Það var eitthvað einkennilegt í svip stúlk- unnar, sem vakti eftirtekt Andersons. Hann svaraði henni því fremur óþýðlega: „Já, gjarnan vil ég bíða eftir frúnni. Iíún hefur tafið alllengi, þar sem hún hefur ver- ið.“ Svo hraðaði hann sér inn í klæðaherbergi sitt. Þar skipti hann um föt og bjó sig hið bezta. Gekk svo inn í stofuna, þar sem hann tók á móti gestum. Hann tók dagblað og fór að lesa. Og byrjaði þar sem hann hafði end- að um morguninn, er Hope hafði komið og ónáðað hann. Honum varð litið upp, sá hann þá dálítinn miða fyrir framan sig á borðinu, sem hann hafði eigi gætt að áður. Utanáskrift- in var til hans. Honum hnykkti við, er hann þekkti að það var slcrift konu hans. Hann tók skeytið, opnaði það hægt og með hálfum huga. Lesmálið var eigi langt, að- eins örfáar línur, sem hafði þau áhrif á hann, að hann fé'll á kné og hrópaði upp angistar- óp. Skeytið hljóðaði þannig: „Ég fer leiðar minnar. Ég get ekki unað þessíi. lengur. Ég œtla að ala önn fyrir mér sjálf og þú munt aldrei frétta neitt til mín framar. Eope.“ Framh. 252 HEIMILISBL AÐI J)

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.