Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1969, Blaðsíða 6

Heimilisblaðið - 01.11.1969, Blaðsíða 6
þennan dag, eru úr gulli og greypt eða'lstein- um. Hver getur metið til fjár eða kastað tölu á ljósastikurnar, lampana og lugtimar? Því að hvað ætti ég t. d. að segja um skraut sjálfr- ar þeirrar byggingar, sem Konstantín lét reisa undir umsjá móður sinnar og skreyfa ríku- lega með gulli, mósaík og dýrasta marmara, auk hinnar stóru Upprisukirkju og kirkjunn- ar við krossinn — og reyndar alla sjálfa Jerásalem í heild? En svo ég haldi mér við efnið, þá er sungin messa hinn fyrsta dag í stóru kirkjunni á Grölgata; þar er flutt ræða, lesið úr helgum ritum, sungnir sálmar, allt flutt með tilliti til yfirstandandi hátíðar og heyrandi lienni til. Eftir að guðsþjónustunni í þeirri kirkju lýk- ur, er venjan að fara til Upprisukirkjunnar, og þar lýkur messu kl. 2 síðdegis. Sama dag er haldin kvöldguðsþjónusta. Daginn eftir er farið í skriiðgöngu í kirkjuna á G-olgatahæð. Sama á sér stað hinn þriðja dag. I þrjá daga er sem sagt haldin gleðihátíð í þeirri kirkju, sem Konstantín lét reisa, allt til kl. 2 síðdegis. Fjórða daginn er haldin sams konar hátíð í kirkjunni á Olíufjallinu, en hún er einkar fögur. Fimmta daginn á þetta sér stað í Lazarusarkirkjunni, sem er 1500 skreflengdir frá Jerúsalem; sjötta dag- inn í Síon; sjöunda daginn í Upprisukirkj- unni og áttunda daginn við krossinn. Þannig er haldin hátíð á öllum þessum helgu stöð- um, sem ég hef nefnt. I Betlehem stendur skrauthátíðin yfir í alla þessa átta daga, og í hátíðinni talka þátt bæði öldungarnir á staðnum og munkarnir, sem þar dveljast. Því að á þeirri stund næturinn- ar sem allir sníia til Jeriisalem ásamt bisk- upinum, halda staðarmunkarnir áfram vöku sinni í Betlehemskirkjunni allt til dögunar, syngjandi sálma og lofgjörðir. Biskupinn verður stöðu sinnar vegna að vera í Jerú- salem; en vegna hátíðarinnar og allrar hinn- ar almennu gleði safnast, ótölufjöldi manns til Jerúsalem hvaðanæ\ra að, ekki aðeins munkar, heldur einnig leikmenn, karlar jafnt sem konur.“ Þannig hljóðar elzrta ritaða heimildin, sem til er um jólahald. Eins og sjá má, er hátíðin ekki fyrst og fremst heimilishátíð eins og hjá okkur, þar sem ættingjar og vinir safnast í vistlegar stofur, gera sér gott af gómsætum jólamat og gefa hver öðrum gjafir. Þetta er óumdeilanlega kirkjuhátíð; hún á sér stað í kirkjunni og lýst er kirkjulegum skrúðgöng- um og helgihaldi. Hátíðin hefst í Betlehem á jólanótt, þar sem fagnað er fæðingu Herrans með sálmum og bænum; í dimmri og heitri nóttinni er far- ið fótgangandi til Jerúsalem. Þegar þangað er komið, heldur hátíðin svo áfram í átta daga að viðstöddum ótölufjölda manna, sem safnazt hefur hvaðanæva að og hefst við í hinum ýmsu gististöðum borgarinnar. Nætur og daga eru kirkjurnar hátíðlega skreyttar og lýstar logandi kertum. Allir hinir kostulegu dýrgripir, sem Kon- stantín keisari hafði skreytt með kirkjur Jerúsalemsborgar, voru til sýnis og lontingar- fullrar aðdáunar hverjum og einum. Nunn- an, sem skráir frásögöuna, er Evudóttir rétt eins og aðrar kynsystur hennar: það eru aðal- lega hinir gylltu dýrgripir og vefnaður, sem hún tekur eftir; hún greinir frá því með un- aði, að silkitjöldin séu gulli skreytt. — Morg- un, síðdegis og kvölds fer biskupinn ásamt munkum og öilum almenningi í glæsilegar álírúðgöngur milli allra kirkna í Jerúsalem og syngur messu. Helgi og hátíðleiki ljósanna, samspil gim- steina og annars glits, engilfagur sálmasöng- ur, allt hefur þetta haft dularfullt aðdráttar- afl til að bera og orkað sterkt á hina hrif- næmu Suðurlandabúa; tími trúarofsóknanna var liðinn; hér var fólkið statt í sjálfri borg Drottins; það sá vald hans og mátt í mikil- leika kirknanna; það fann fyrir valdi hans í sínum eigin sálum; það hafði gert sáttmála við Guð. Litla spánska nunnan hefur af brennheitri og barnslegri trú og gleði fvlgzt með öllu því, sem fram fór. Ferðafrásögn Ætheríu kemur okkur samt í einn vanda og varpar fram einni ósvaraðri spurningu, nefnilega þessari: Hvaða dag var Frelsarinn fæddur? Yið höldum fæðingu hans hátíðlega 25. desember; Ætheria hélt hana hátíðlega í Jerúsalem þ. 6. janúar, og því var áfram haldið í Jerúsalem um langan ald- ur. Enn þann dag í dag er fæðingarhátíðin haldin þann 6. janúar meðal Armena. Sannleikurinn er sá, að við vitum alls ekki livaða mánaðardag Kristur fæddist. Hinir fyrstu kristnu höfðu engan áhuga á því at- 226 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.