Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1969, Blaðsíða 14

Heimilisblaðið - 01.11.1969, Blaðsíða 14
breytilega ívafi skynjana, sem vitundin gef- ur til kynna sem tilfinningar. Þegar „okkur rennur kalt vatn milli skinns og hörunds“ af skelfingu, eða við fáum „gæsahúð“ af við- bjóði, eru þessi orðatiltæki vottur um, að tilfinningalíf okkar er nátengt ástandi húð- arinnar. Með aldrinum verður húðin fyrir greini- legum breytingum. Ilixð nýfædda barnsinS er hrulckótt, af því að hún er enn lítið eitt of stór. Eftir því sem barnið vex, hverfa lirukk- urnar, og eftir það helzt liúðin slétt og fellur alveg að líkamanum vegna ótal fjaðurmagn- aðra trefja, sem í henni eru. Á kynþroska- skeiðinu eykst framleiðsla húðfitu mjög vegna áhrifa kynhormóna, svo að svitaholurnar stífl- ast. Árangurinn verður hinir mörgu nabbar (filapensar), sem geta gert ungum pilti eða ungri stúlku lífið leitt á þeim árum. Seinna róast fitukirtlarnir aftur, og húðin verður hrein og falleg aftur. I hárri elli hætta kirt.l- arnir því nær allri starfsemi, og húðtrefj- arnar missa mikið af fjaðurmagni sínu. Þess vegna er húð gamalmenna venjulega þurr, laus og hrukkótt. Húðin er á merkilegan hátt einkennandi fyrir hvern einstakan mann. T. d. hafa aldrei fundizt tvær samstæður fingrafara, sem voru eins. Það er ekki heldur unnt að flytja húð frá einum manni á annan. Aðskotahúðin deyr á mjög stuttum tíma — ef ekki er þá um að ræða eineggja tvíbura — og ef húðflutningur er nauðsynlegur, verður að taka húðina af líkama sjúklingsins sjálfs. Samt getur húð frá öðrum manni gert mik- ið gagn í slysatilfellum, af því að hún getur stuðlað að græðslu. Lánshúðin lifir að vísu aðeins í fáar vikur, en nógu lengi til þess að hún getur varðveitt, á liættulegasta tímabil- inu, vefinn, sem er undir henni gegn sýkingu og vökvamissi. Unnt er að frysta húð og geyma hana í „húðbanka“, svo að sérhvert sjúkrahús getur átt birgðir tilbúnar handa sjúklingum, sem lagðir hafa verið inn með mikil hiiðarmeiðsl. Framtíðin virðist fela í sér fyrirheit á þessu sviði. Nýlega hefur tekizt að koma húðfrum- um til þess að vaxa í tilraunaglasi. Starfið er enn á tilraunastigi, en það er ekki vitilokað, að sjúkrahúsin geti einhvern tíma blátt áfram rælrtað húð í tilraunastofunni og uppskorið hana, þegar þörf er fyrir hana til húðflutn- ings. Á meðan húðin, sem ræktuð er þannig, verndar sár sjúklingsins, geta litlar húðpjötl- ur, sem teknar eru af hans eigin líkama, vaxið og orðið stórar í tilraunastofunni, og síðan má flytja þær, sem varanlega hlíf. Hinar sjálfendurnýjandi umbíiðir, sem líf- færakerfi o'kkar er gætt, er ein af dásamleg- ustu uppfinningum öáttúrunnar. En hæfileiki mannsins til þess að rannsaka og nota sér að- ferðir náttúrunnar er einnig í sannleika dá- samlegur. Orðasafn mitt Hagskýrslur, sem eins og kunnugt er snuðra í öllu sem fólk tekur sér fyrir hendur frá vöggu til grafar, hafa að sjálfsögðu einn- ig reiknað út hversu mörg orð maður með meðaílævi talar á lífsleiðinni. Rannsóknin leiddi til næstum hrollvekjandi niðurstöðu. Þriggja herbergja íbúð nægir engan veginn til að rúrna málflóð einnar mannveru á smæðsta prentletri. Og maður þarf ekki að hafa verið sérlega málglaður til þess að hafa látið fit úr sér um átta hundruð milljón orð þegar hann nær sextugu. Reikning'sdæmið lítur þannig ivt: Á mínútu hverri getur hver meðalmaður auðveldlega sagt 200 orð. Það gera 12.000 orð á klukukstund. Eðlilegt er talið, að menn tali um það bil þrjár klukkustundir á dag, og að sjálfsögðu er því dreift yfir allan sól- arhringinn og undir ólíkustu kringumstæð- um: á heimilinu, á vinnustað, veitingahúsum o. s. frv. Niðurstaða: 24.000—36.000 orð á sólarhring; 720.000 til 1.2 milljón orð á mán- uði; 9 til 14 milljónir yfir árið. Ef við för- um að tala þriggja ára gömul, höfum við á sextug-safmælinu sagt á að gizka 540—800 milljón orð. Ef allt það sem meðahnaður eins og þér og ég höfum látið út úr okkur af gáfu- legum og miður viturlegum orðum um dag- ana, væri komið á prent, yrði það bókasafn upp á 14.000 bindi. Það myndi taka fjöru- tíu ár að lesa þau — og það tæki mann þetta, þótt maður stritaðist gegnum heilt meira og minna grútleiðinlegt bindi hvern einasta dag! 234 HElMILISBLAliIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.