Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1969, Blaðsíða 9

Heimilisblaðið - 01.11.1969, Blaðsíða 9
áður fyrr, vissi ég ofur vel, hversu heitt hanu hafði elskað fyrri konu sína. En ég hélt ég gæti komið fullkomlega í hennar stað, í fyrsta lagi vegna þess að ég tilbað hann takmarka- laust, og í öðru lagi vegna þess að ég treysti á þann mátt sem æska og fegurð hefði til að bera. Iivers vegna skyldi ég þá óttast liðna tíð og látna persónu ? Móðir mín kveið engu heldur. Þegar hún reyndi að hafa mig ofan af því að giftast honum, þá var það elcki vegna fyrrnefnds ótta, heldur vegna þess að maðurinn var miklu eldri en ég. Aldrei hafði ég eða hún látið okkur til hugar koma, að ég þyrfti að verða afbrýðissöm út í látna konu. Og ég held heldur ekki, að liann hafi grunað það heldur, þar sem hann strax eftir trúlofun okkar seldi húsið þar sem þau höfðu búið, ásamt öllu inbúinu að undantekinni vinnu- stofunni þar sem hann hafði jafnan kosið að dveljast einn, bæði á meðan hún lifði og eins eftir að við giftumst. Ég ónáðaði hann aldrei á meðan hann dvaldist þar, en ég get ekki borið á móti því, að þegar hann var ekki heima, þá læddist ég þangað inn, þar sem var kærasti dvalarstaður hans á heimilinu. Þar inni voru fáeinar Skúff- ur, sem jafnan voru harðlæstar, og hann tók lykilinn alltaf með sér. Að líkindum geymdi hann þar einhverjar endurminningar um hana. Að minnsta kosti hef ég alltaf látið mig gruna síðan, að svo hafi verið, en reynd- ar hugsaði ég ekki mikið um það þá. Æ, ég var svo viss um æsku mína og fegurð; svo viss um, að hann saknaði einskis, úr því hann hafði mig. En forvitni mín nvatti mig til að fá þessar Skúffur opnaðar, og í æskuglaðri ertni minni reyndi ég hvað eftir annað að fá hann til að veita mér aðgang að hinum lokaða helgi- dómi. Það er dapurlegt að hugsa til þess, hversu hugleikið honum var að eiga þessar minnjar í friði. Hann neitaði alltaf bón minni, annað hvort með því að reyna að evða talinu á sniðugan hátt, ellegar þykjast verða reiður. En loks einn dag tókst mér að rjúfa leynd- ardóminn. Það var á eins árs brúðkaups- afmæli okkar. Ég hafði útbúið alveg einstak- lega góðan miðdegisverð handa olfkur tveim. Allt húsið var fagurlega lýst og ríkulega blómum skreytt. Tveir fagurbúnir þjónar báru á borð fyrir okkur margréttað, ásamt beztu vínum; einkum var vínið með eftir- matnum höfugt og gott, það var af þeirri teg- und sem kveikir glóð í augum og gerir mann um leið þægilega værukæran. Ég var svo ósegjanlega hamingjusöm að fá að dveljast þarna inni hjá honum eftir heils árs hjóna- band ... svo hamingjusöm, að það hvarflaði ekki einu sinni að mér að biðja liann um að opna skúffurnar ... svo hamingjusöm að ég hugsaði alls ekki út í neitt ... Þá var það sem það gerðist ... Ég hnipr- aði mig á legube'kknum. Þar var sessukorn, sem ég bögglaði saman og setti undir höf- uðið á mér . . . Og þá spratt hann upp sem óður væri. Það var eiginmaðurinn liennar, sem stóð þarna fyrir framan mig og skalf af gremju. Maðurinn sem hafði selt hvisið þeirra og öll húsgögnin, fjarlægt myndirnar af henni og falið þær, allt af ást til mín. En skyndilega fyrirleit hann mig . . . hann hrópaði upp, og augun ætluðu út úr höfðinu á honum: „Burt með þig -— farðu burt úr mínu húsi! Ég vil ehki sjá, að þú hvílir vangan við sessu, sem hún hefur saumað í!“ Enn er víð lýði sá siður á sænskum lieimilum ;ið ein af dætrunum gerist Lueia og færi iieimilisfólkinu Luciu-kaffi snemma morguns, um rniðjan desember. HEIMILISBLAÐIÐ 229

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.