Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1969, Blaðsíða 26

Heimilisblaðið - 01.11.1969, Blaðsíða 26
ekki fyrir hendi, sem nauðsynleg voru t.il þess að hjónaband þeirra færi vel, og hann hafði, eins og karlmönnum er svo gjarnt að halda, liugsað að samkomulagið milli Jieirra mundi lagast og verða gott er stundir liðu. Það var skoðun hans, eins og hann hafði látið í ljósi við Grace systur, að kona lians ætt-i að haga sér að öllu leyti eftir hans vilja. Og honum hafði eigi komið það til hugar, að henni kynni að verða Jiað stundum ógeðfellt, vildi hafa eitt eða annað eftir sínu höfði. Hope var að náttúrufari fremur einþykk, og ætti að Jivinga liana var hætt við að ]iað vekti hjá henni þráa og kergju. Hins vegar hefði mátt með lempni og þýðleiba fá hana til þess að lilýða þeim, sem hún fann að þótti innilega vænt um hana. Hún var ein af þeim unglingum, sem létt var að leiða, en erfitt að þvinga. Af auðsveipni við Miles hafði hún eftir bendingum hans greitt hár sitt slétt aftur með vöngunum, og hún hafði fengið sér nýja kjóla frá Jieim saumastofum, sem hann hafði bent á, en hún var ófáanleg til að leita ráða til Grace systur í þessu efni, og hún hafði kom- ið því svo fyrir, að enginn kunningsskapur hélzt við eða varð milli hennar og hjúkrun- arkónunnar. Þrátt fyrir þetta varð það erfið- ara en læknirinn hafði haldið, að ráða við og laga til lunderni ungu konunnar. Honum fannst hann hafa framkvæmt góð- verk að losa Ilope úr vistarverunni hjá frú Brooks, og liann gaf henni bækur, myndir og fleira, og lét hana svo ráða sér sjálfa, og þetta hélt hann að væri nóg til að gera hana ánægða, þótt hann sjaldan sæi hana, nema við máltíðir og talaði því nær aldrei við hana. I októbermánuði fór hann þó stöku sinnum með hana í leikhúsið, og Iíope lét í ljósi barnslega gleði yfir því, en bæði var það, að læknirin var yfirleitt lítið hrifinn af kven- fólki, og sízt af öllu gat hið barnslega og við- vaningslega látbragð konu hans vakið hjá honum aðdáun eða ást. Sú eina tilfinning sem hún vakti hjá honum var meðaumkvm. Það vildi þó til að iionum hugkvæmdist að færa henni eitthvað smávegis, þegar hann kom heim, myndablað, blóm eða þvílílct, og þegar hann sá hvað glöð og þakklát hixn var yfir því, að hann hafði munað eftir sér, flaug honum í hug, að hiin mundi vera hneigð fyrir vinahót og hlýleik, en hann hafði svo mörg- um störfum að gegna, að honum kom ekki til hugar að fara að kynna sér lundemi konu sinnar. Hann breytti við hana og skoðaði hana einungis sem skjólstæðing sinn. í fyrstu bar ekki á öðru en að Hope yndi nokkurnveginn hag sínum á þessu nýja heim- ili. Hún var sneypuleg- morguninn eftir brúð- kaupið, út af Jiví að geðsmunirnir höfðu hlaupið með hana kvöldið fyrir, og hún ásetti sér að revna að halda sér betur í skefjum framvegis. Hún fann að vísu til sárra leið- inda í einverunni hina löngu daga, sem maður hennar var að heiman eða önnum kafinn á skrifstofu sinni, en hún reyndi að telja sér trú um, að þessi leiðindi stöfuðu af móður- missinum. Ifún vonaði, að maðurinn sinn mundi ekki ávallt eiga svona annríkt og yrði Jvá meira hjá sér, og verða þá vingjarnlegri og ástúðlegri ef áhyggjunum létti. Hún hafði heyrt að tengdamóðir sín mundi bráðlega lcoma aftur heim til sín, og liún vonaði fast- lega, að hún mundi að einhverju leyti bæta sér nióðurmissinn, en von bráðar komst hún að raun um, að sá fagri draumur mundi ekki rætast. Jafnskjótt og Hope kynntist tengdamóður sinni, fékk hún óbeit á henni, og framkoma gömlu frúarinnar gagnvart tengdadótturinni var þannig, að þessi óbeit var bæði eðlileg og skiljanleg. Bins og áður er tekið fram, var móðir læknisins ekki í borginni, Jiegar hann gifti sig, og Hope var búin að vera nær því mánuð í hjónabandi, þegar gamla konan kom heim aftur. Jafnskjótt og liún var sezt að heima hjá sér, sendi hún syni sínum bréf, og bað hann þurrlega í því að koma heim til sín með stúlkukrakkann, sem hann hefði gengið að eiga. Læknirinn var svo ógætinn að láta Hope sjá bréfið. Þau sátu við morgunverð, þegar það kom. „Það er réttast við förum eftir miðjan dag að heimsækja móður mína,“ sagði læknirinn. las ]ietta þyrrkingslega bréf og sagði: Hope varð blóðrjóð í andliti, þegar hún „Hví nefnir hún mig stúlkukrakka, eins og ég væri svo fyrirlitleg, og hví kemur hún ekki hingað fyrst að heilsa upp á okkur?“ Læknirin, sem sokkinn var ofan í blaða- lestur, leit undrunarfullur á konu sína; hann fann, að hann við og A7ið varð var við nýjar 246 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.