Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1969, Blaðsíða 10

Heimilisblaðið - 01.11.1969, Blaðsíða 10
Hestur handa Lísu EFTIR HUSHIE CALL Hún var skírð Louise, en við köTluðum liana aldrei annað en Lísu. Hún fæddist inn í karlmannaþjóðfélagið á búgarði okkar í fjallahéruðum Montana, eins og óvænt gjöf til okkar Toms, á þeim tíma þegar báðir drengirnir okkar voru fyrir löngu famir að ganga í skóla og okkur þótti fjölskyldan eig- inlega vera orðin alveg nógu stór. Samt hefði líf ökkar aldrei orðið algjörlega fullkomið án hennar. Hún var sú „aukageta", sem við hefðum alls ekki mátt án vera í daglegri til- veru okkar. Bærinn okkar stendur í Wigwam Canyon, þröngum dal, sem liggur frá austri til vest- urs. Mjór lækur, bakkavaxinn pílviði, renn- ur um dalinn endilangan og leitar til vesturs í átt til breiðari dalbotns. Og rétt eins og þessi silfurtæri straumur, þannig hljóp litla og hrausta telpan okkar sína lífsbraut. Bú- garðurinn var hennar einka-kóngsríki, þar sem fjölskyldan hennar bjó ásamt fólki því sem starfaði hjá okkur, og dýrunum sem hún unni af öllu hjarta. Allt frá því hún fór að geta gengið, átti hún heima á hestbaki. Pyrst sat híin fyrir framan pabba sinn á stóru, rauðu merinni hans. En þegar hún var aðeins sex ára eign- aðist hún sitt eigið folald, sem hún nefndi Blett. Þetta var fjörmikill, skjóttur geldhest- ur, að hálfu we'lskur, að hálfu hjaltneskur, og ekkert nema gæðin. Þau voru óaðskiljanleg. Á hverjum morgni kom hann að hliðinu og beið eftir henni. Þar reikaði hann um óeirinn, hneggjaði og blés lir nös framan í gömlu fjárhundana tvo, sem voru innan girðingar. Ollum þótti gaman að þessari gremju — nema Lísu; henni fannst þetta ekki vitund fyndið. „Hann er bara að sjá sig um í veröldinni,“ sagði ég við Lísu í huggunarskyni. „Taktu eftir, að bráðum verður hann rólegur." „Nei, mamma, ekki svo lengi sem hundarn- ir eru þarna við girðinguna. Hann heldur að ég hafi meira dálæti á þeim en sér,“ svaraði hún af skilningi, sem var þroskaðri en aldur hennar sagði til um. Það var sem óskiljanleg bönd lægju milli hennar og hestsins. Kannski vegna þess, að þau voru bæði jafn forvitin og óttalaus. Löngu áður en okkur fannst hún orðin nógu gömul til slíks, lét hún gæðingin stökkva með sig yfir gryfjur og girðingar. Dag nokkurn sá ég hvar þau reyndu að stökkva þar yfir sem lækurinn var mjóstur. Blettur hrasaði og Lísa þaut fram af honum. Hesturinn prjónaði beint yfir henni, og hjartað í mér kipptist við af ótta. Samt tókst skepnunni að snúa sér nógu vel við — og nógu snöggt — þannig að enginn hófurinn snerti telp- una; síðan stóð hann grafkyrr þar til sú litla var komin á bak aftur. Eftir það var ég aldrei hrædd, þótt þau færu í ferð saman. Lísa skildi aldrei við Blett sinn, án þess að faðma hann að sér eða kyssa hann á hvítu stjörnuna milli augnanna; og í hvert sinn sem hann sá hana, hneggjaði hann af kæti. Eftir því sem árin liðu, þótti þeim æ vænna hvoru um annað. Svo var það einn góðan veðurdag, að Lísa var orðin tíu ára gömul. Hún hlýtur að hafa gert sér grein fyrir þ\ú, að hún var senn orðin of stór til að fara á bak Bletti, því að hann var ekki annað en smáhestur. „Þú ættir að fá skipt á þessum sléttuhéra þínum fyrir almennilegan liest, áður en þú ferð að draga fæturna eftir grundinni,“ sagði einn smal- inn okkar við hana. Daginn eftir heyrði ég niðurbældan grát innan úr herberginu hennar. Þegar ég lædd- ist þangað inn, hljóp hún upp um hálsinn á mér. „Ó, mamma, smalinn hefur svo sem rétt fyrir sér,“ sagði hún. „En hvernig á ég að koma Bletti í skilning um það ? Iíann héldi bara, að það stafaði af því, að mér þætti ekki vænt um hann lengur, ef ég færi að ríða öðrum hesti.“ Við ræddum lengi um þetta, og smá msaman sefaðist ekki hennar. Nokkrum vikum síðar kom húú til mín. „Ef 230 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.