Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1979, Side 17

Heimilisblaðið - 01.09.1979, Side 17
mundi náttúran hafa lokið við verk sitt °g klofið hamarinn alveg- til botns. 0g þeg- ai' slíkt gerðist, mundi allt ytra skurnið bresta og hrynja niður í geysistórum stykkjum og stífla gjána þarna niðri. Hon- um leizt svo á, að engin hætta væri á, að þetta gerðist í dag eða á morgun, og með- an þunni veggurinn var enn þá á sínum stað, mundi svo óverulegur auka-þiýsting- ur og þungi eins manns er, alls ekki fá neinu um þokað. „Ef við viljum forðast Barboza,“ sagði Curzon, „þá er aðeins til ein leið — að klifra niður þessa rifu hérna. Við verðum að taka á okkur áhættuna." „Auðvitað!“ sagði Jay. „Nei fer ég til baka og sæki hin.“ „Það liggur ekki svo mikið á því!“ sagði Curzon hlæjandi. „Þér eruð svo fjandi ötul, að maður verður lafmóður, ef maður vill hafa við yður. Við höfum það ágætt, eins og sakir standa í augnablikinu." Hann sett- ist niður á klettasnösina og teygði letilega úr sér í sólskininu. „Hvernig finnst yður útsýnið héma uppi? Finnst yður það ekki fallegt?“ „Ef það er eitthvað, sem ég þarf að gera, þá vil ég alltaf ljúka því af eins fljótt og hægt er,“ sagði hún. „Það er hyggilegast að vera kyrr hérna, þangað til myrkrið skellur á,“ svaraði hann. „Ef við laumuðumst burt héðan, gæti mönnum Barboza dottið í hug að klifra upp stíginn hinum megin, og þá mundu þeir finna hellin og strax komast að raun um, hvernig við höfum komizt burt. Þá væru þeir komnir á hælana á okkur undir eins aftur. Ef við aftur á móti bíðum, þang- að til dimmt er orðið, mun enginn þeirra áræða hingað upp í nótt. Það þýðir hins vegar, að við komumst langt á undan þeim.“ „Já, en ef þeir nú koma, meðan við er- um hérna ? Það eru ef til vill hundrað menn • • • “ andæfði Jay. „Það eru engar líkur til þess, að þeir geti það. Þeir geta aðeins klifrað upp einn í einu, Toomey getur skotið þá jafnóðum og þeir koma. Nei, það er engin hætta á því. Setjizt þér nú bara niður í ró og næði og takið öllu með stillingu." Hann fékk ekkert svar, og þegar hann leit við, sá hann hana standa með höfuðið reigt aftur á bak, horfandi á hamravegg- inn fyrir ofan. „Hvað haldið þér, að orðið hafi af mann- inum, sem fleygði niðursuðudósinni nið- ur?“ spurði hún. „Er annar hellir þaraa hærra uppi?“ „Það get ég því miður ekki sagt yður,“ svaraði Curzon letilega. „Hafið þér nokkurntíma komið hingað áður?“ spurði hún. „Aldrei!“ „Leggið þér við drengskap yðar?“ „Já!“ Hún stóð kyrr stundarkorn og sneri til höfðinu eins og til að koma því í samt lag aftur. Svo sneri hún sér snögglega að hon- um. „Ég held, að þér munduð ljúga, ef yður byði svo við að horfa,“ sagði hún. „Þér munduð leggja drengskap yðar við hvað sem væri, ef þér héJduð, að þér munduð hafa einhvern hagnað af því.“ „Alveg áreiðanlega — alveg áreiðan- lega!“ samþykkti hann vingjarnlega. „Já,“ svaraði hún með röddu, sem var einkennilega beizkjublandin, „það er óham- ingjan. Það er engin leið að treysta manni eins og yður. Hvers virði er loforð ræn- ingjans?" Með mjög mælskumannslegri axlahreyf- ingu sneri hún sér frá honum til þess að rannsaka skútan lengra inni undir hamra- veggnum. Curzon lá kyrr, studdist á annan oln- bogann og naut hinnar þægilegu hvíldar. Hann horfði upp í loftið og fylgdist með svörtum depli — sennilega var það örn eða heimilisblaðið 161

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.