Iðunn - 01.01.1888, Page 92
86
Axel Ulrik :
því, að Senakerib Assyrakonungur, sem sat um
Jerúsalem, hlaut að létta umsátinni af því, að Je-
hóva sendi morðengil sinn í herbúðir Assyra, þá
er það ekki annað en að rlrepsótt kemur upp í
liði þeirra. Aptur er ekki fjarri sanni að geta þess,
að Móses kunni að hafa rennt grun í, að skaðlegir
yrmlingar kynni að vera í svínakjöti, þar sem hann
bannar að hafa það til manneldis. það er miður
hœgt að gera sjer skiljanlegt, hvers vegna bönn-
uð er nautn á kjöti annara dýra, en nær sarmi er,
að bann það styðjist við það, að dýr þau hafi
reynzt óholl til átu. þ>að er auðskilið, hvernig á
því stendur, að bannað er að eta nokkura skepnu
eptir að meira en 2 dagar eru liðnir síðan henni
var slátrað, þar sem lögin eru geiin í landi með
því loptslagi, að allt dautt blýtur að úldna þar
rnjög bráðlega. Skepna, sem finnst dauð, er ó-
hrein ; hver sein snertir á henni, er óhreinn fram
undir kvöld, og hlýtur að hreinsa sjálfan sig og
fatnað sinn.
Af fyrirmælunum uvn það, hver dýr skuli talin
óhrein og hver hrein, þykir mega í það ráða, að
þá þegar hafi menn haft hugmynd um það, að
engi hræ-æta væri hentug til manneldis.
] Thahnúð, sem er útskýring Móseslaga, eru ná-
kvæmari fyrirskipanir, sem miða til þess, að menn
geti verið óhræddir um, að skepnur þær sje heilsu-
góðar, sem ætlaðar eru til mauneldis. Móses gef-
ur ráð við því, hvernig verjast eigi múrætusvepp-
um, og margt af því, er hann fyrirskipar til heilsu-
vörzlu, rneðan í herbúðuin væri búið, er svo lagað,
að full þörf væri að fara eptir því enn í dag-