Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Blaðsíða 13
IÐUNN]
Minningarorð.
5
— Svo hvass sem hann gat verið í garð mótstöðu-
manna sinna, þá kannaðist hann þó að öðru leyti
við það gott, er þeir höfðu til brunns að bera, og
var jafnan fús til að liðsinna þeim, er svo bar undir.
Því var liann og hinn liðvirkasti maður í samvinnu
allri, hverja sem liann átti við að skifta.
í persónulegri viðkynningu var hann sérlega kurteis
og háttprúður og hinn skemlilegasti maður í sam-
ræðum; hin víðtæka þekking hans, vilið og fjörið
fylgdist að til að gera viðræður .við liann sem
ánægjulegastar. Þess má ég sérstaklega minnast, því
ég hafði ótölulegar ánægjustundir af að tala við hann
þau mörgu ár, sem liðin eru siðan við fyrst kyntumst.
Hann var léttlyndur maður og því lagðist eigi
þungt á hann andstreymi og erfiðleikar, er honum
mættu, og þótt hann ætti oft við þröngan hag að
búa, þá var ekki að sjá, að hann tæki það nærri
sér, en hann var líka hamingjumaður að því leyti,
hvað góða konu hann átti og hve börn þeirra voru
mannvænleg. í nærri 40 ár bar kona hans með hon-
um blítt og strítt með stöðugu jafnaðargeði, rósemi
og stillingu, og hvernig sem á slóð og hvað sem
fyrir kom átti hann þar jafnan að mæla ástúð og
umhyggju. Og hvað mikla gleði hann hafði af börn-
um sínum mátti sjá aí því, hvað gott lionum þólti
að tala um þau, þegar svo bar undir, framfarir þeirra
og framkvæmdir.
Hann hafði oft bústaðaskifti um æfina, en nú hafði
liann nýlega bygt sér þetta lnís, þar sem liann bjóst
við að lifa elliárin, en það átti ekki að verða. Heilsa
hans var að vísu farin að bila, en þó kom víst
hvorki honum né öðrum til hugar, að dauðans væri
svo skamt að bíða sem raun varð á, og hið svip-
lega fráfall hans er eilt dæmi þess liversu líf vort er
■yalt og að dauðinn sendir eigi boð á undan sér.
í slað þess að eiga hér heima til lengdar, þá verður