Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Blaðsíða 132
| IÐUNN’
Stefnuskrá Alþjóða-sambandsins
til tryggingar varanlegum friði.
Eftir
Fanny Fern Andrews.
[Ilaldinn var leynifundur í fyrra í Haag, þar sam menn
af öllum þjóðum komu saman til þess að ræða um skil-
yrðin fyrir varanlegum veraldarfriði. Kosin var þar mið-
stjórn til alþjóða-samtaka um þetta, og undirdeildir stofn-
aðar í öllum helztu ríkjum veraldar, ófriðarrikjum sem
öðrum. Hefir miðstjórnin nú látið uppi álit sitt um skilyrðin
fyrir slíkum friði, og skrifar ritari amerísku deildarinnar um
þetta i Independent 12. júní þ. á. á þessa leiö:]
Af öllum þeim tilraunum, sem mönnum hafa geta5
komið til hugar til þess að koma þjóðunum undir
eitthvert varanlegt alþjóða-skipulag, er sú lilraun, sem
Alþjóða-sambandið um varanlegan frið hefir
gert, markverðust. Alþjóða-sambandið var stofnað á
leynilegri alþjóða-samkomu í Haag í aprílmán. í fyrra,
þar sem þrjátíu lögfræðingar, stjórnmálamenn, fjár-
málamenn og rithöfundar frá Þýzkalandi, Belgíu,
Englandi, Austurríki, Ungverjalandi, Ítalíu, Hollandi,
Sviss, Svíaríki, Noregi, Danmörku og Bandarikjunum
í Ameríku voru samankomnir til þess að ræða um
skilyrðin fyrir varanlegum friði.
Þessi merka samkoma af hálfu friðarþjóða sem
ófriðar ályktaði, að skifla sér ekki af ófriði þeim, sem
nú stæði yfir, og ákvað ennfremur að halda bæði
nöfnum þátttakenda og gerðum nefndarinnar leyndum
fyrst um sinn, og ekki skyldu blaðamenn hafa neinn
aðgang að samkomunni. Það var með þessu skilyrði