Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Blaðsíða 161
IÐUNN]
Um notkun lífsins.
153
Hegðunin lítillækkar ekki manninn, af því að hún sé
skökk, heldur er hún skökk af því, að hún lítil-
lækkar manninn. Þótl höíð yrðu endaskifti á öllu
siðmæti, þannig að rangt væri talið rétt, mundi það
sannast, að það yrði hamingju okkar og sálarrósemd
til hins mesta niðurdreps, ef við gerðum það, sem
rangt er.
Ég ætla nú ekki að fara að tilfæra orð neins guðs-
mannsins fyrir því, að sorgin sé lagskona syndar-
innar, en vil heldur treysla á vitnisburð annars eins
veraldarmanns og Chesterfield lávarður var, sem í
einu bréfinu til sonar síns lýkur máli sínu á þessa
leið, eftir að hann heíir gefið honum ýmiss konar
heilræði: »Þetta eru Iaun dygðarinnar og svona eru
menn þeir, sem þú ættir að líkja eftir, ef þú vildir
verða mikill og góður maður, en það er eina ráðið
til að verða hamingjusamur«.
Lilly, hirðskáld Elísabetar drotningar, segir í Evfáes
sinum, er menn eitt sinn höfðu svo mikið dálæti á:
»Farðu í rúmið með lömbunum og á fætur með
gauknum; vertu kátur, en ekki ærslafenginn; reglu-
samur og þó ekki leiðinlegur; hugprúður og þó eng-
inn afglapi; gaklu vel til fara; snæddu vel, en ofét
þig ekki; skemtu þér, en þó á meinlausan hátt; van-
treystu engum manni að óreyndu, en vertu ekki
heldur alt of trúgjarn; hlauptu ekki eftir því, sem
hver maður segir, en vertu ekki heldur of fastheldinn
við þínar eigin skoðanir; þjónaðu guði, óttast guð og
elska guð, og guð mun blessa þig, annaðhvort eins
og hjarta þitt girnist eða vinir þínir æskja«.
Er á lífsins öldum,
andstrej'miö er mest;
og vér einmitt höldum
aö sé tapað ílest, —
hugsum um vora hepni og lán
og happið hvert og eitt