Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Blaðsíða 21
IÐUNN]
Jóhannes Friölau<;sson: Sólbráð.
13
Undanfarna líð hafði liann háð hvildarlausa bar-
átlu við vorharðindin. Hann var orðinn heylítill fyrir
löngu, en liafði þó reynt að halda fénu við í sæmi-
legum holdum. Hann hafði einlægt vonast eftir bata,
en allar þær vonir liöfðu brugðist. Hann hafði ekki
skorið neilt af skepnum, enda voru þær ekki svo
margar, að hann mælti missa af þeim, ef hann ætl-
aði að halda við búinu og framfleyta fjölskyldunni
— konu og fimm börnum. — Hann hafði ekki heldur
leitað til annara með liey — bæði sakir þess, að
hann vissi, að fáir voru aflögufærir, og svo liafði
hann einlægt vonast til, að hann mundi bjargast
fram úr með þessar fáu skepnur. Hann hafði gert
vel við þær um veturinn og hann vissi, að þær
mundu þola vel vorharðindin. En nú fanst honum
öll sund lokuð. Hann var orðinn alveg heylaus fyrir
kindurnar og átti ekki nema 3—4 vættir handa
kúnni. Og enn var ekkert útlit fyrir uppbirtu eða
veðrabreytingu. En nú var ekki nema um tvent að
gera: að reyna að leita til annara með heylán, og
voru þó litlar likur til að það bæri nokkurn árangur,
eða þá að skera hverja skepnu, því að láta þær
dragast upp og drepast úr hor gat hann ekki hugsað
til — til þess þólti honum of vænt um þær. — Og
hvað tók svo við? Efnaleysi — skilnaður — og —.
Ingólfur liugsaði ekki setninguna á enda.
Ingólfur hrökk upp frá þessum dapurlegu liugsun-
um við það að klukkan sló sjö.
Hann mátti til með að fara í húsin og reyna að
líkna hungruðum skepnunum, En hvað átti liann að
gefa? Ekkert til, nema þetta litla hár hjá kúnni.
Hann mátti þó til með að reyna að lialda lííinu í
henni, í lengstu lög, því mjólkin úr henni var aðal-
matbjörgin, sem til var á heimilinu.
Ingólfur settist hljóðlega framan á rúmið. Hann
vildi ekki að konan vaknaði. Síðan fór hann að