Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Blaðsíða 135
iðunn ] Stefnuskrá Alþjóða-sambandsins. 127
Á alþjóða-fundi þeim, sem stofnað mun verða lil á
sínum tíma til þess að semja um friðar-skilyrðin,
mun að líkindum að eins umbjóðendum ófriðar-ríkj-
anna leyft að vera, því að ekki er nema eðlilegt, að
þjóðir þær, sem borið liafa hita og þunga stríðsins,
áskilji sér líka réttinn til að útkljá sín á milli deilu-
málin, er barisl hefir verið um. En til þess þó að
samkomulag þetta feli ekki í sér frjóanga til framtíðar-
styrjalda og endi að eins á vopnuðum friði, er það
nauðsynlegt, að þessi friðarfundur aðhyllist vissar
grundvallar-reglur. Lágmarks-stefnuskráin bendir á
tvær af þeim varúðarreglum, er helzt verður að gæta:
Verndun þjóðernisins og trvgging verzlunarfrelsisins.
Alþjóðasambandinu duldist ekki, að ein hin helzta
orsök lil ófriðar er einmitt sú, að margar mismun-
andi þjóðir lúta sama ríki. Það gat auðvitað ekki
lagt neitt til um breytingu á ríkjaskipun þeirri, sem
er orðin til fyrir rás viðburðanna á undanförnum
öldum, en það vildi mega benda á, hvernig sem stríði
þessu lýkur, að auka nú ekki ófriðarhættuna með
friðarsamningunum næstu að þessu leyti með óeðli-
legri ríkjaskiftingu. Hin varúðarreglan var sú, að
innleiða nú verzlunarfrelsi eða að láta að minsta
kosti allar þjóðir sæta sömu kjörum í verzlun og við-
skiftum í öllum þeim löndum, sem ríkin eiga yfir að
ráða, þvi eins og kunnugt er, hefir einnig viðskifta-
lífið og þá einkum öll óeðlileg viðskiftahöft þráfald-
lega geíið tilefni til sundurlyndis og ófriðar meðal
þjóðanna, og því verður einnig að reyna að girða
fyrir þá hæltu í væntanlegum friðarsamningum.
Stefnuskráin gerir ráð fjrrir tveimur ráðstefnum,
annari minni, er keinur sér saman um friðarskil-
yrðin milli ófriðarþjóðanna, og annari alþjóða-ráð-
stefnu, þangað sem allar mentaðar þjóðir sendi full-
trúa sína til þess að endurreisa alþjóða-lög og trjTggja
að þau verði lialdin. Og þá er auðvitað, að einnig