Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Blaðsíða 190
182
Sálarfræði og andatrú. | IÐUNN
hin »rctttrúaða« sálarfræði er niáttvana gagnvart þessum
fyrirbrigðum. Ekki getur hún skorið úr né sagt neitt, sem
máli skiftir, um þau vandræði, sem maður kemst í við
rannsókn þessara fyrirbrigða. Hvað getur hún sagt oss um
öflin í sjálfsveru vorri, eða um það, hvað haldi henni
saman eða leysi hana sundur? Og hvaða líkur getur hún
fært fvrir því, sem nú virðist vera að koma á daginn, að
sálirnar geti liaft andleg áhrif liver á aðra og á stundum
eins og runnið liver í aðra? Getur hún slcýrt einföldustu
eiginleika sjálfsverunnar, eins og t. d., hvernig vér förum
að muna, eða livers vegna vér gleymum hinum hversdags-
legustu lilutum? Hlýtur hún ekki að kannast við, að saman-
lögð vizka allra sálarfræðinga heimsins gæti naumast sagt
fyrir næstu hugsun í höfði nokkurs þeirra? Vissulega háir
það þeim mönnum mikið, sem fást við þessi fyrirbrigði,
hversu skamt sálarfræðin er á veg komin, þótt þeir fegnir
vildu styðjast við liana, ef hægt væri. Likt og sálsýkisfræð-
ingurinn og uþþeldisfræðingurinn hlýtur sálarrannsóknar-
inn að kannast við, að sálarfræöin komi honum ekki að
haldi, sökum þess að þeir, sem áttu að stunda hana, liafa
verið of mjög önnum kafnir í að byggja loftkastala i stað
þess að þrófa sannleiksgildi skoðana sinna á sjálfum veru-
leikanum. En fyr en sálarfræðingarnir hafa orðið að kann-
ast við, að þeir geti ekki sneitf hjá reynslunni sem þróf-
steini sínum, verður hvorugt unt að sanna til fulls, hvorki
að hve miklu leyti skoðanir þær, sem haldið er fram, séu
réttar, né heldur, liversu margar af hinum svonefndu »stað-
reyndum« eigi sér stað í raun og veru.
F. C. S. Schiller.
Grein þessi cr rituð af svo mcrkum manni um svo
merka konu og merkilega bók, að ég hefi talið sjálfsagt,
að gefa lesendum »Iðunnar« kost á að kynnast henni í
þýðingu. Erú Sidgvvick er einna fremst í flokki sálarrann-
sóknarmanna og hefir meira að segja verið forseti Sálar-
rannsóknarfélagsins, svo að það er ekki lítið gerandi úr
orðum hennar; en Mrs. Piper hefir á hinn bóginn til þessa
verið helzta »krosstré« þeirra andatrúarmanna, þótt nú
virðist það brostið. Á liinn bóginn liafa einnig hinir »rétt-