Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Blaðsíða 36
28
Indriði Einarsson:
[ IÐUNN
því, sem það hefir, enda mun það vera svo, að fáir
fari af landi burt á þessum árum.
Síðan 1904 hafa íslendingar dregið að sér gufu-
skipastól allmikinn. Nú eiga landsmenn 21 botn-
vörpung, sem hafa kostað þá nálægt..,.. 3 milj. kr.
Farþega- og flutningaskip (alt gufuskip)
sem hafa kostað.......................... 1 — —
Þeir hafa fengið sér ógrynni af mótorbát-
um. Einu sinni átti íslandsbanki 800 þús-
und krónur úti í mótorbáta lánum, en
ég hefi gert þá fyrir fyrningu og niður-
lagningu annara skipa, stórra og smárra,
en þá hefir skipastóllinn samt aukist um 4 milj. kr.
Frá 1904—1915 hafa þessar fasteignir landsins þokast
upp um 19 miljónir króna; þá er ótalið hvað bygg-
ingum til sveita hefir farið fram, og ótaldar allar
endurbætur á jarðeignum, sem nema miljónum á
þessu tímabili.
III.
Verzlun og árstekjur landsmanna.
það verð, sem fæst fyrir alla útflutta vöru á ári,
er kallað hér árstekjur landsmanna. I3að nær auð-
vilað engri átt, að því leyti, að árstekjurnar eru
miklu meiri. Það, sem menn borga hver öðrum
innanlands á ári, án þess að neilt af útkomunni sé
llutt út, sést ekki i verði úlfiuttrar vöru, og í stærri
bæjunum, eins og Reykjavik, lifa menn svo mjög
hver á öðrum, án þess útfiult vara sé afieiðingin.
Hér er kominn upp mikilt íiski-iðnaður, bæði fiski-
veiðar og fiskverzlun. í »Die Woehe«, þýzku tímarili,
stendur smágrein um fiskiútílutninginn héðan 1915.
í greininni stendur að hann sé 78.000.000 kg (=78.000
smáleslir), að það sé hér um bil eins mikið og alt