Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Blaðsíða 17
IÐUNN ]
Ræöukaíli.
9
hræddir og höggdofa. Og engu síður ofbauð höfð-
ingjunum, sem hann deildi við. Hvað gengur á fyrir
pilti þessum, eða er honum sjálfrátt og er hann
með öllum mjalla? spurðu þeir hvor annan. Já, vér
spyrjum enn eflir 50 ár: Hvað vildi hann? Og hér
skal því svara: Hann vildi hið sama, sem ótal ungir
ofurhugar trá ómuna tíð hafa viljað, hann vildi
frelsa lýð og land frá ófrelsi, ójafnaði, óláni og rang-
sleitni. Og þetta vildi hann þótt vissi, að þúsundir
hans líka hefðu fyrir það þolað högg og húðstrokur.
Hann vissi vel, hvað hann vildi og að sér gengi gott
til, en engin eigingirni eða hégómaskapur; en livað
hann gerði, vissi hann síður, liann horfði á land
sitt sem frá Nebós tindi og brann af eldmóði; milli-
bil fortíðar, samtíðar og framtíðar sá hann ekki eða
þekti lítt til, né hinar gætilegu aðferðir, sem oss hin-
um eldri þótlu við liggja. Hann var þá þegar bæði
ritskörungur orðinn og skáld og hvort urn sig með
andagift, þegar hann gætli sín. Hvað leið þá tíðar-
fari þessa lands í lands- og stjórnarmálum? Þegar
mestur slormur stóð af hinum unga kappa, mátti
heita að molla lægi yflr landi hér, einkum eftir að
Jón forseti liafði hrundið stjórnar-frumvarpinu 1865;
fjársýkisdeilan lá þá niðri um stund og lifði þó lengi
eftir það í kolunum; þjóðin var eins og dösuð af
stríðinu, en tvístringur nógur að vanda, og smádeilur
í héruðum. Þá hófst »Dagshríð« Jóns Ólafssonar.
Og þeirri hríð fylgdu úrslit, sem þótt hér ekki verði
sögð, yrði saga íslands þann tæpa áralug, sem leið
frá því er hann hófst handa, til þjóðhátíðarinnar,
hún yrði liálfsögð yrði Jóns ekki getið. Dagshríðin
var hörð og skæð, og verða þeir, sem nú og síðar
lifa, að lesa nákvæmlega blöð þeirra ára, og einkum
hans sjálfs, ef þeir vilja vita til hlítar þá sögu. Hinn
ungi ritstjóri fór ekki sýkn af hverju þingi á þeim
tíma, og varðist þó sýnu lengur en oss þótti líkindi