Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Blaðsíða 133
IÐUNN1
Fanny Fern Andrews: Stefnuskrá.
125
einu að umbjóðendur ófriðarþjóðanna fengust til að
laka þátt í slíkri samkomu, meðan á ófriðnum stæði.
í’að lá þegar í augum uppi, að þetta \ar viturlega
ráðið. Því að þetta varð til þess, að fundarmenn gátu
rætt liispurslaust um alt og þurftu ekki að óttast, að
neitt af því kæmist út lil almennings. Fyrst þegar
friðarþingi þessu var lokið, fengu blöðin einhvern
pata af því og fengu þá að eins að birta niðurstöðu
þá, er þingmenn höfðu komist að. Nöfnum þeirra
var haldið leyndum eftir sem áður, nema nöfnum á
framkvæmdarnefnd þeirri, sem kosin var úr flokki
manna af friðarþjóðum til fyrirgreiðslu varanlegs
friðar. Enn fremur var ákveðið að stofna undirdeildir
í öllum ríkjum til eflingar Alþjóða-sambandinu um
varanlegan frið. En stefnuskrá sambands þessa, sem
nú er gerð heyrinkunn öllum þjóðum með áskorun
um eindregið fylgi, er fólgin í hinni svonefndu Lág-
marks-stefnuskrá sambandsins. En hún er á þessa
leið:
Lágmarks-stefnuskráin.
1. Ekkert hernám eða landvinningar mega eiga sér
stað gegn hagsmunum og óskum þeirra þjóða, er
löndin byggja. Þar sem því verður við komið, skal
samþykkis þeirra leitað til þessa, með alþjóðar-atkvæði
eða á annan hátt.
2. Ríkin skulu tryggja hinum mismunandi þjóðum,
er búa innan landamæra þeirra, jafnrétti fyrir lög-
unum, trúfrelsi og frjálsa notkun móðurmálsins.
3. Ríkin komi sér saman um að innleiða verzlunar-
frelsi í löndum sínum, nýlendum og öðrum löndum,
sem þau eiga yfir að ráða, eða að minsta kosti, að
allar þjóðir jafnt sæti sömu kjörum.
4. Auka ber slarf og verksvið friðarþinganna í
Haag til eflingar friðsamlegri samvinnu og samtökum