Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Blaðsíða 153
IÐUNN]
Um notkun lífsins.
145
aldrei öðlasl; og sumir eru að syrgja það, sem þeir
geta ekki komist hjá; og sumir eru alt af eitthvað
að bollaleggja um það, sem þeir hafa ekkert vit á.
Og í mörgu falli er það, sem við nefnum böl, að
eins vanbrúkuð gæði, eða gæði, sem notuð eru í
óhófi. Eitt hjól, einn einasli tittur á röngum stað í
vélinni getur stöðvað hana og skemt. Og ef við
komumst sjálf í eitthvert ósamræmi við náttúruna
eða mannlífið, megum við búast við, að við verðum
að þjást fyrir það. Of mikið má af öllu gera, jafn-
vel dygðum og mannkostum. Of mikið hugrekki
verður að fífldirfsku; of mikil ást að veikleika; of
mikil sparsemi að nízku. Það sem einum er til góðs
er öðrum til ills, alt eftir því hvernig hann hagar
sér og hvernig honum sjálfum er farið; en náttúrunni
fyrir utan hann verður aldrei um kent. Enginn myndi
óska þess, þótt maður dytti og fótbrotnaði, að þyngd-
arlögmálið væri upphafið.
Fornpersar trúðu því, að alt gott stafaði frá Ahúra-
mazda, guði hins góða, en aft ilt frá Ahriman, hin-
um illa. En í raun réttri er ílest andstreymið í lifi
okkar sjálfskaparvíti, og orsökin er jafnaðarlega eitt
af tvennu, annaðlivort að við gerum það, sem við
vitum að er rangt, eða þá hitt, að við vitum það
ekki, og það er engu ótíðara. Að því er það fyrra
snertir, höfum við óbrigðulan leiðtoga í sjálfum okkur,
1 okkar eigin samvizku. Reyndu að gera það, sem þú
telur skyldu þína, og þú munt aldrei efast um, hvað
þér ber að gera. Og breytum við samt sem áður
ranglega, gerum við það með opnum sjónum. En ef
við vitum ekki, hvernig við eigum að breyta og höf-
um ekki að ásettu ráði lokað augunum fyrir þvi,
sem rétt er, þá breytum við ef lil vill óhyggilega,
en það getur þó naumast talist synd.
Ef okkur skjátlast, er það annaðhvort að kenna upp-
eldi okkar, foreldrum, leiðtogum og vinum eða þá
-Iðunn II. 10