Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Blaðsíða 192
184
Hitsjá.
1ÍÐUNN
bræöir utan af honum »ranginda-skelina«, fær dulsýnir og
finnur loks moröingjann, snýst lionum liugur, og þá skýtur
hann jafnvel moröingjanum undan. En fyrir pelta er
Eggert sjálfur settur »i steininn«. Sagan endar þó á þvi,
að alt fellur i Ijúfa löð fyrir Eggerti; liann sér dásamlegar
sýnir og heyrir undarlegar heyrnir og sofnar hugrór út frá
öngum sinum i von um hina fegurstu framtíð.
Þetta er nú efni sögunnar. En hvernig er þá meðferð
höf. á þvi? — Að mestu leyti snildarleg, en að sumu leyti
gölluð, að mér finst.—Aðalþersónan, Eggert, er að minsta
kosti í uþþhafi sögunnar hálfgert ómenni og allur i brotum,
þótt hann sé heldur gott grey að upplagi; — og það er Jítið í
hann spunnið. En það gerir ekkert til, listamanns-tökin á
honum gætu verið jafn-góð fyrir það. Aðalgallinn er, að
höf. í stað þess að leita eðlilegra sálarlegra skýringa til
þess að skýra breytingar þær, er verða á sálarlífi hans og
innræti, treystir of mjög á þessar dulsýnir hans, er koma
yfir liann eins og fjárinn úr sauðarleggnum, til þess að
leysa úr öllum vanda. En þetta minnir á gamla lagið, sem
nú þylcir hvergi orðið góð list lengur, að fá sér einhvern
»guð al himnum oían« — deus ex machina — til þess
að leysa hnútana. Verst er þó að þetta skuli ekki duga
með Eggcrt, því að bæði þarf höf. að rökstyðja (moliuere)
hvatir hans og gjörðir með öðrum eðlilegri hætti, og Eggcrt
verður fyrir þessar dulsýnir sínar og dulheyrnir enn ósjálf-
stæðari en liann var; rekur eins og hálfgert Ilak fyrir vind-
blæ hverrar minstu liugsunar sinnar. Hinar persónurnar
all-fiestar, eins og t. d. foreldrar Eggerts, Sölvi og Sigríður,
og þó einkuin Húnki, Alfhildur og sjálfur morðinginn, Por-
steinn, eru aftur á móti gerðar af hinni meslu snild, og
það svo, að hugurinn hvarllar ósjálfrátt frá Eggerti til þeirra,
og þær verða einar eftir í liuga manns eftir lesturinn.
Haunar talar Alfhildur sumstaðar eins og bók, eða eins og
Einar sjálfur; en maður gleymir því og er böf. stór-þakk-
látur fyrir þessa dýrðar-manneskju.
Eggerti — og ef til vill fleiri rilstjórum okkar — er réltast
lýst með þessum orðum föður hans (bls. 63 o. s.): — »Hann
tekur að sér að hafa vit á öllu. Eg efast um, að hann liafi
vit á nokkru. Ilann kennir bændunum að búa. Hann hefir
aldrei búið sjálfur og sjaldan nent að gera handarvik. Ilann