Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Blaðsíða 113
ÍÐUNN]
Sigurður Norilal: Baugabrot.
105
i vélinni, eru í raun og veru gamlir sólargeislar; það
eru Ijósfákar úr iniljón ára gömlum geislum, sem
beitt er fyrir vagnana okkar. Alt sem við sjáum í
kringum okkur er nært af sólinni, sjálf jörðin er
ekki annað en litill hnoðri, sem hefir vilst burtu frá
þessari miklu móður sinni.
Njóttu lífsins, ungi maður. í*ú situr við háborðið
í kvöld. t*ú átt æskuna, vonirnar og kraftana, þú ert
á leið til framandi landa, fullur af æfintýraþrá. í
augum þínum glampar gleðin og eftirvæntingin,
glampar þar undir blæju af söknuði og klökkva.
Það eru önnur augu heima fyrir, sem hafa grátið
þegar þú fórst. Hvað viltu meira? Borðin eru mörg
og löng, og það sitja ekki allir við háborðið. En hver
heyrir hér andvörpin og ekkann neðan úr skotunum,
utan úr myrkrinu?«
Hann starði ofan í glasið.
»Göróttur er drykkurinn. Slær ekki blóðlit á gull-
slikjuna, og er ekki saltur tárakeimur í bragðinu?
Við sitjum hér og skemtum okkur, en það er á
kostnað þúsundanna,.&em sveitast fyrir brauðinu einu
— sem stundum vantar jafnvel þetta vesæla brauð
til þess að treina í sér lííið. Við gætum satt tugi af
þeim fyrir það fé, sem við fleygjum burt á einu
kvöldi fyrir dauft bros.
Við drekkum okkur til skemtunar, en það eru
þúsundir, sem drekka af neyð, ekki tært vín, heldur
beiska ólyfjan til þess að deyfa, vinna á móti lífinu,
gleyma þvi, af því að það er verra en einskis virði.
Mannlífið er eins og botnlaus hylur. Geislarnir leika
á ylirborðinu, en reyndu að stara ofan i hann. Þú
sérð, að það verður dimmra og dimmra því lengra
sem niður dregur, en augun bila, þau geta aldrei
kafað myrkrið til botns.
Við förum út úr myrkrinu og inn í myrkrið. Við
vitum ekki, hvaðan við komum né hvert við förum.